Stefna Sjálfstæðisflokksins

Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr:

Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Sjálfstæðisflokkurinn telur að leggja skuli áherslu á nýja fríverslunarsamninga við helstu ríki veraldar og traust samskipti við ESB á grundvelli EES-samningsins eins og gert er í dag. Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.

Einhverra hluta vegna virðist flokkurinn ekki vilja framfylgja stefnu sinni, að kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort aðild skuli haldið áfram, á þessu kjörtímabíli. Ef ekki núna, þá hvenær?

Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stendur:

Með aðgerðum sínum hyggst ríkisstjórnin einnig eyða þeirri pólítísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum.

Þetta eru tvær ástæður til þess að efna til þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst yfir opinberlega að sé stefna flokksins. 


mbl.is „Við hvað eru menn hræddir?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband