Táknmyndir
25.3.2014 | 05:14
Hér er symbolísk mynd frá Simferopol í Úkraínu. Í forgrunni eru stuðningsmenn Vladimirs Putins með helgimynd í stíl rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar af Maríu mey og Jesúbarninu. Í bakgrunni er stytta af bolsévíkanum og guðleysingjanum Vladimir Lenin.
Hvað myndi Jésus gera ef hann væri í Úkraínu?
Hvað myndi Lenin gera?
Ef Mikhail Bulgakov væri á lífi myndi hann kannski skrifað sögu um þetta sem héti Messías og Úkraína. Hver veit?

![]() |
Kynlífsbann á Krímskaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.