Ekkert nýtt hjá Sigmundi

Sigmundur-Davíð-Gunnlaugsson

Fólk ætti að vera orðið nokkuð vant því hvernig Sigmundur Davíð svarar. Eitt lítið dæmi. Í greininni stendur: „Þá sagði hann ekkert nýtt í yfirlýsingum Obama í þeim efnum heldur aðeins endurtekningu frá árinu 2011. Engar verulegar breytingar hafi orðið á samskiptum ríkjanna síðan." Það að engar „verulegar breytingar" hafi orðið eftir 2011, þýðir ekki að það geti ekki orðið breytingar. Þannig að þetta stenst enga skoðun.

Sama hvað fólki finnst um hvalveiðar og Bandaríkin þá er þetta bara lítið dæmi um hve málflutningur Sigmundar Davíðs er byggður á veikum grunni. Sigmundur Davíð virðist halda að með því að nota „Þetta reddast"-lógík og svara gagnrýni með „Ekki þessi leiðindi"-útúrsnúningum nái hann að halda völdum. Nú er að sjá hvort þessi gömlu trix virka enn.


mbl.is Sigmundur: Ekkert nýtt hjá Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband