Kominn á ról

„Nú er ég klæddur og kominn á ról,

Kristur Jesús veri mitt skjól"

Þessi orð Hallgríms Péturssonar lærði ég hjá ömmu minni. Þegar ég var hjá henni, eins og gerðist stundum, byrjaði hver dagur á því að við fórum út og fórum með þessa morgunbæn. Svo singdum við okkur.

Þegar ég fór í barnaskóla, Gamla Stýrimannaskólann, byrjaði hver dagur á því að við krakkarnir sungum „Ó, Jésú bróðir besti". Þetta er sennilega fallegasta lagið sem ég þekki.

Í dag er ég trúlaus maður, að miklu leyti vegna þess að kristindómurinn kenndi mér að maður ætti að lifa í ljósi sannleikans.

En mér þykir alltaf jafn vænt um orðin og tónlistina sem ég lærði þegar ég var lítill strákur.

„Nú er ég klæddur og kominn á ról,

Kristur Jesús veri mitt skjól . . .”

 


mbl.is Megas söng Passíusálmana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband