Hannes rannsakar

HHG

Hannes Hólmsteinn Gissurarson sat í bankaráði Seðlabanka Íslands 2001-2009, þannig að það ættu að vera hæg heimatökin að skrifa þessa skýrslu. Sumir myndu kannski kalla þetta hagsmunaárekstra, því hann er jú að hluta til að rannsaka sjálfan sig, en það virðist ekki skipta Fjármálaráðuneyti eða Háskóla Íslands neinu máli. Svo er Hannes stjórnmálafræðingur en ekki hagfræðingur, en það virðist ekki skipta Fjármálaráðuneytið eða Háskóla Íslands neinu máli.

Hvað hefur Hannes sagt hingað til um hrunið? Kíkjum aðeins á það.

Í viðtali við Reykjavik Grapevine 31. ágúst 2009--viðtali sem kallaðist “The Architect of the Collapse?”--sagði Hannes að íslensku bankarnir hafi orðið of stórir (“They grew too big”). Síðar skrifar hann í greininni “Five Years On”, sem birtist í Pressunni 3. október, 2013, að vandamálið hafi ekki verið að íslensku bankarnir hafi verið of stórir heldur að Ísland hafi verið of lítið (“The problem was not that the banks were too big; it was that Iceland was too small.”)

Hvort er það? Kannski skýrist þetta í nýju skýrslunni.

Hvað höfum við lært af hruninu? spyr Hannes í greininni “Five Years On”. Svarið er eftirfarandi: „Við eigum að afneyta kunningjakapítalisma áranna 2004-2008 og hinum smásálarlega og hefnigjarna sósjalisma sem ríkti 2009-2013 og reyna að snúa aftur til hins heilbrigða markaðs kapítalisma sem ríkti 1991-2004 . . .” (“That we should both reject the crony capitalism of 2004–2008 and the petty, vengeful socialism of 2009–2013, and try to return to the healthy market capitalism of 1991–2004 . . .”)

Reyndar sagði hann í viðtalinu við Reykjavik Grapevine að hrunið væri engum að kenna: „Það sem gerðist var að bankarnir stækkuðu of hratt. Og þeir voru bara tryggðir á Íslandi, og það uppgötvaðist að það var ekki nóg í slíkri fjármálakreppu. Það er engum að kenna.” (“What happened is that the banks grew very rapidly. And they were only reinsured in Iceland, and it was discovered that this wasn’t sufficient in such a credit crisis. That is nobody’s fault.”)

Hvort er það? Er hrunið engum að kenna? Eða er það kunningjakapítalisma og sósjalisma að kenna. Kannski skýrist þetta í nýju skýrslunni.

En hvernig gat það gerst að hinn „heilbrigði markaðs kapítalismi” varð að hinum ógurlega „kunningjakapítalisma" á einni nóttu? Og hver er munurinn? Eru kapítalistar vondir ef þeir eiga kunningja? Og ef við snúum aftur til draumalands hins heilbrigða kapítalisma eiga bankarnir að vera stórir eða smáir? Eða eigum við kannski að stækka Ísland?

Kannski skýrist þetta í nýju 10 milljón króna (auk virðisaukaskatts) skýrslunni. 

 


mbl.is 10 milljónir fyrir skýrslu Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband