Loforð--gömul og ný

Sigmundur Davíð er mikið gefinn fyrir loforð. Hér er gamalt loforð frá honum fyrir síðustu kosingar um afnám verðtrygginar.

Afnámið

Afnámið verður að framkvæma þannig að fólk með verðtryggð lán geti skipt yfir í óverðtryggð, lántakendum bjóðist stöðugir vextir, áhætta skiptist milli lánveitenda og lántaka þannig að áættunni sé skipt eðlilega. Það er eðlilegt að þeir sem taka lán til að kaupa sér íbúð njóti meiri verndar en fjárfestarnir sem lána, fram til þessa hefur því verið öfugt farið. Loks þarf lögmálið um framboð og eftirspurn að virka neytendum í hag, þ.e. ekki verði hægt að krefjast hærri vaxta en fólk getur staðið undir með því að fela raunverulegan kostnað lánanna.

Heimild: http://sigmundurdavid.is/afnam-og-leidretting-thetta-er-einfalt/

Hann hlýtur að standa við þetta.

Hvernig skyldi annars ganga með íslenska kúrinn, sem hann byrjaði í águst 2011?

Jæja, þá er komið að því. Á morgun byrja ég fyrir alvöru í megrunarkúr sem ég hlýt að kalla íslenska kúrinn því hann felst í því að borða bara íslenskan mat. Íslenski kúrinn byggist á því að:

a) Ég hitti meltingarlækni sem sagði mér að íslenskur matur væri sá hollasti í heimi.

b) Aðeins helmingur þeirrar fæðu sem neytt er á Íslandi er framleidd hér. Þ.a. ef maður borðar bara það íslenska borðar maður helmingi minna. Með því að auka svo neyslu á íslenska matnum um 50% endar maður í 75% af fyrri neyslu.

Sjáum hvað setur. Til að veita mér aðald og í þágu vísinda ætla ég að birta þyngdarmælingu á mánudögum næsta mánuðinn.

Byrjunarstaða: 108 kg.

Heimild: http://sigmundurdavid.is/islenski-kurinn/

Þrátt fyrir loforðið fann ég ekkert um þyngdarmælingar á vefsíðu hans næsta mánuðinn--ef mér hefur yfirsést látið mig endilega vita--en ég fann grein sem heitir "Er eitthvað að marka stefnuræðu forsætisráðherra?" Hann var kannski bara að grínast.

 


mbl.is Fyrsta aðgerðin af mörgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband