Ummæli Salmanns Tamimi um Menningarsetur múslima á Íslandi
16.1.2015 | 17:09
Ég mæli með grein í Vísi frá nóvember, 2010, þar sem Salmann Tamimi, sem þá var formaður Félags múslima á íslandi, tjáir sig um Menningarsetur múslima, sem er klofningur úr Félagi múslima á Íslandi, eins og margir vita.
Salmann segir meðal annars, þegar hann er spurður hvað honum þótti varhugavert við hegðun manna sem stofnuðu Menningarsetur múslima, og hann segir að hafi verið reknir úr Félagi múslima á Íslandi:
Okkur fannst á sínum tíma að þessi menn væru að ýta undir alls kyns öfga í sambandi við trú og þjóðerni fólks. Okkur fannst að þeir vildu vera aðskildir okkar stefnu sem miðar að því að fara eftir íslenskum hefðum og reglum, þetta er ekki arabískt félag, ekki pakistanskt , eða afganskt eða palestínskt. Mér finnst að það komi ekki til greina að Félag múslíma sé útibúa einhvers annars lands."
Hér er má finna greinina:
http://www.visir.is/salmann-tamimi--moska-verdur-ad-vera-a-islenskum-forsendum/article/2010163892745
Voðaverkin ekki á ábyrgð múslíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.