Trú, málfrelsi, ofbeldi
24.1.2015 | 06:22
Furđu margir trúa ţví ađ ef fólk ögrar strangtrúuđum múslimum međ ţví ađ gera grín ađ trúarbrögđum ţeirra ţá sé ekkert skrítiđ og jafnvel ekkert ađ ţví ađ ţeir bregđist viđ međ ofbeldi.
Hér er hluti úr nýlegri frétt í DV.is um ummćli Andra Freys Viđarssonar, sem mér hefur hingađ til fundist mjög skemmtilegur og geđţekkur mađur:
Ţetta er bara ađeins of langt gengiđ. Fólk ćtti ađeins ađ pćla í ţessu. Ef eitthvađ fer í taugarnar á einhverjum, ţá hćttir mađur ţví.
Andri segist muna ţegar hann var ađ kasta snjókúlum í rúđur hjá fólki, en ţađ segir hann hafa fariđ svakalega í taugarnar á sumum. Segist hann hafa lćrt ţađ ţegar einhver hlupu út á eftir honum, náđu honum og kaffćrđu í snjónum jafnvel, ađ láta viđkomandi eiga sig.
Nú eru ţessir menn, sem ţetta fer mest í taugarnar á, búnir ađ segja: Okei, ef ţiđ hćttiđ ţessu ekki, ţá í alvöru, ţá förum viđ ađ skjóta ykkur. Ţađ verđa blóđsúthellingar, ţađ verđur allt vitlaust hérna ef ţiđ hćttiđ ţessu ekki. - Af hverju hćttum viđ ţessu ekki? spyr Andri og svarar sjálfum sér: Af ţví ţađ er málfrelsi! Veistu ţađ, viđ erum hálfvitar og ţetta er bara dónaskapur.
Ef grínisti gerir gys ađ rasistum og hommahöturum í gamanţćtti og er svo barinn eđa drepinn af ţeim af ţví ađ gríniđ fór svakalega í taugarnar" á ţeim, er ţađ réttlćtanlegt?
Er Andri Freyr, og ađrir sem nota röksemdafćrslu af ţessu tagi, einnig reiđubúnir ađ nota sömu rök til ađ réttlćta árásir á múslima í kjölfar ţess ađ íslamskir menn, ekki bara svívirtu vestrćn gildi í orđi og međ teikningum, heldur svívirtu ţau međ ţví ađ myrđa tólf og sćra ellefu manns í árás á skrifstofur satírutímarits?
Múslimar biđja fyrir Frakklandi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.