Trú, málfrelsi, ofbeldi
24.1.2015 | 06:22
Furðu margir trúa því að ef fólk ögrar strangtrúuðum múslimum með því að gera grín að trúarbrögðum þeirra þá sé ekkert skrítið og jafnvel ekkert að því að þeir bregðist við með ofbeldi.
Hér er hluti úr nýlegri frétt í DV.is um ummæli Andra Freys Viðarssonar, sem mér hefur hingað til fundist mjög skemmtilegur og geðþekkur maður:
Þetta er bara aðeins of langt gengið. Fólk ætti aðeins að pæla í þessu. Ef eitthvað fer í taugarnar á einhverjum, þá hættir maður því.
Andri segist muna þegar hann var að kasta snjókúlum í rúður hjá fólki, en það segir hann hafa farið svakalega í taugarnar á sumum. Segist hann hafa lært það þegar einhver hlupu út á eftir honum, náðu honum og kaffærðu í snjónum jafnvel, að láta viðkomandi eiga sig.
Nú eru þessir menn, sem þetta fer mest í taugarnar á, búnir að segja: Okei, ef þið hættið þessu ekki, þá í alvöru, þá förum við að skjóta ykkur. Það verða blóðsúthellingar, það verður allt vitlaust hérna ef þið hættið þessu ekki. - Af hverju hættum við þessu ekki? spyr Andri og svarar sjálfum sér: Af því það er málfrelsi! Veistu það, við erum hálfvitar og þetta er bara dónaskapur.
Ef grínisti gerir gys að rasistum og hommahöturum í gamanþætti og er svo barinn eða drepinn af þeim af því að grínið fór svakalega í taugarnar" á þeim, er það réttlætanlegt?
Er Andri Freyr, og aðrir sem nota röksemdafærslu af þessu tagi, einnig reiðubúnir að nota sömu rök til að réttlæta árásir á múslima í kjölfar þess að íslamskir menn, ekki bara svívirtu vestræn gildi í orði og með teikningum, heldur svívirtu þau með því að myrða tólf og særa ellefu manns í árás á skrifstofur satírutímarits?
Múslimar biðja fyrir Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.