Sádar svara fyrir sig
28.1.2015 | 19:15
Margir fyrirmenn í hirð nýja konungs Sádí Arabíu svörðu fyrir sig með því að taka ekki í höndina á Michelle Obama í athöfninni sem myndin sínir. Aðrir gerðu það þó. Michelle Obama var ekki skemmt.
Lítil viðbrögð við slæðuleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í öllum hinum arabíska heimi tíðkast það ekki að taka í hendur á gagnstæðu kyni. Það þykir káf og siðvenjan leyfir það ekki. Að taka ekki í hendina er svona ákveðin virðing og fjarlægð fyrir þeim. Dannaðri og betur menntaður Sádi af því tagi sem hefur ekki það miklar áhyggjur af islamskri siðvenju myndi örugglega taka í hendina á henni, í hennar landi þar sem það er venjulegt það er að segja. Á sömu forsendum og hann myndi láta nef sitt mæta nefi frumbyggja Ástralíu eða beygja höfuðuð fyrir hefðbundum Kínverja eða segja "Namaeste" við Indverja eða finna sig knúinn til að kyssa ókunnuga þrisvar í sumum löndum Suður Evrópu. En það er ekki viðeigandi af manni að mæta í jarðarför á Íslandi og ætlast til syrgjandi aðstaðdendur núi saman nefjum við hann þó það sé venjulegt hjá Márum Nýja Sjálands heima hjá honum. Það er í besta falli trúðsleg, klaufaleg og óviðeigandi hegðun og í versta falli gróf mógðun á viðkvæmu augnabliki. Að taka í hendina á konu er ekki eðlileg hegðun í hans landi, heldur gróf móðgun, brot á hennar mannhelgi og ósæmileg hegðun. Jarðarfarir eru alvarleg augnablik af því tagi þar sem menn kunna síst að meta einhverja furðulega útlenda siði. Sádar taka ekki heldur mikið í hendina á hver öðrum, karlmennirnir það er að segja, nema þá í gerfilegu vestrænu eða viðskiptalegu samhengi í einhverju alþjóðastarfi. Þeir faðmast og kyssast meira og oft og iðulega haldast þeir í hendur og ganga þannig um götur og engan grunar þá um samkynhneigð fyrir slíkt. Það er forsetinn sem á að vera kurteis og kunna siði í öðrum löndum og sér í lagi í jarðarför. Ekki öfugt, Obama er bara manneskja eins og aðrir og ef hún var reið yfir þessu þá er hún bæði lélegur pappír, því það er jafn ljótt að skikka manneskju sem kærir sig ekki um það til að bera slæðu eins og að ætlast til að einhver sem kærir sig ekki um það og finnst það virðingarleysi við þig taki í hendina á þér. Það er einn og sami hluturinn. Ef svipurinn er tengdur þessu frjálsa vali Sádanna þá er hún líka vanhæf í þetta starf og jafnvel ógn við þjóðaröryggið að hafa hana þarna og skynsamlegra að halda henni frá opinberum vettvangi. Er það þannig? Nei, það sem um ræðir eru bara heimskir og illa menntaðir æsifréttamenn að búa til frétt úr engu í örvæntingu að selja lýðnum blöðin. Og útlendingahatur selur grimmt. Sérstaklega ef það er byggt á ómerkilegum auðvirðilegum forsendum eins og meint móðgun við forsetafrú, en ekki röng viðbrögð við alvarlegum, neikvæðum fréttum sem aldrei rata í blöðin, til dæmis af fjölmörgum mannréttindabrotum þeim sem verið er að fremja þarna reglulega og enginn íslenskur fjölmiðill fjallar um nema einstaka sinnum fréttabréf Amnesty International. Nei, lýðurinn kaupir frekar fregnir af móðgaðri Obama en bloggara sem var næstum drepinn en þarf nú að þola stofufangelsi og reglulegar hýðingar í áratugi í staðinn og fær aldrei að sjá fjölskylduna sína sem býr í Kanada aftur, þrjár gullfallegar litlar dætur og eiginkonu, afþví hann "móðgaði Islam". Það er auðvitað ómerkileg frétt af móðgunarviðbrögðum miðað við súra svipinn á Obama sem var örugglega bara til komin af öðrum ástæðum en blöðin greina frá. Það er allt í lagi að við misskiljum hlutina hérna sem fáum ekki borgað fyrir að vinna hjá blöðunum. Venjuleg manneskja misskilur eitthvað og rangtúlkar oft á dag. En að blaðamður sem gerir svona frétt nenni ekki að kynna sér þá menningarheima sem hann fjallar um og setja hlutina í eðlilegt samhengi, það er í besta falli leti og ómennska en er líka mjög alvarlegt mál, því á tímum mikillar alþjóðavæðingar og hnattvæðingar á öllum sviðum þar sem skilningur er lykilatriði fyrir góðri sambúð manna, eru þeir sem breiða út misskilning og rangtúlkanir gegnum fjölmiðla að gera öllu mannkyninu mikinn grikk. Blaðamenn verða að fara að skilja sína ábyrgð og vera henni samboðnir, eða finna sér annan starfsvettvang. Í millitíðinni ættum við hin að hafa vit á að taka mjög alvarlega neitt það sem ratar í blöðin og efast um fleira sem við lesum þar heldur en trúa því í blindni að fréttamenn fari með rétt mál, skilji hlutina eða túlki í eðlilegu rökréttu samhengi af því tagi sem hvaða meðalgreindur maður sem er ætti að ráða auðveldlega við.
Björninn (IP-tala skráð) 29.1.2015 kl. 00:52
Langar að skíra aðeins hvað ég á nú við með að þetta séu illa menntaðir og heimskir menn. Sá sem þekkir ekki siði framandi þjóða eða forsendur þeirra mjög vel er ekkert minna greindur eða endilega verr menntaður, nema þá í siðum framandi þjóða, heldur en aðrir menn. Hann gæti verið séní með hærri greindarvísitölu en Einstein og margfalldur doktor og Nóbelsverðlaunahafi án þess að vita mikið um siðvenjur Araba eða Mára. Maður afþví tagi sem tekur að sér launaða vinnu sem fréttamaður en hefur ekki til að bera vinnusiðfræði til að kynna sér fréttir þær sem hann fjallar um nógu vel, frá mörgum hliðum þegar um er að ræða viðkvæm mál, til að forðast áróður, og ofan í kjölinn þegar um er að ræða framandi siði og lönd, til að forðast að breiða út fordóma og ranghugmyndir, það getur hvorki verið vel gefinn eða vel menntaður maður. Íslenskir fjölmiðlar þurfa að gera þjóðinni þann greiða að hætta að gera hana að athlægi með minni kröfum á sitt starfsfólk en venjulegt hverfisblað unnið í sjálfboðavinnu í einhverju krummaskurði í Bandaríkjunum eða öðrum Evrópulöndum og vanda betur valið á því. Fjölmiðlamenn þurfa að gera sjálfum sér þann greiða að sýna smá sjálfsvirðingu með því að gera meiri kröfur á sig. Annað er ekki samboðið vitibornu fólki með samvisku.
Björninn (IP-tala skráð) 29.1.2015 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.