Skattar

Í yfirlýsingunni stendur:

Þá hafa þing­menn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs líka and­mælt kröft­ug­lega ár­vissri at­lögu gegn Rík­is­út­varp­inu, þar sem ætl­un­in er að lækka út­varps­gjaldið þvert á lof­orð og yf­ir­lýs­ing­ar mennta­málaráðherra.

Venjulegir skattborgarar á Íslandi eru skattpíndir. Það er erfitt að bera saman skatta milli landa, því margt spilar þar inní, en eftirfarandi tölur gefa okkur vísbendinu. Á Íslandi er virðisaukaskattur 20.32% af söluverði. Í Bresku Kólumbíu, Kanada, þar sem þjónusta ríkisins er sambærileg við Ísland, er sambærilegur skattur 12%.

Að setja sig upp á móti lækkun hins óvinsæla RÚV-nefskatts er ekki líklegt til að auka vinsældir vinstri manna meðal kjósenda. Hver einsaklingur eldri en 16 ára þarf að borga þennan skatt, eins og menn vita. En lítum á björtu hliðarnar. Þeir sem eru eldri en 70 ára þurfa ekki að borga skattinn lengur :)


mbl.is Barátta um betra samfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband