Að tortola
5.4.2016 | 19:35
Það væri lágmark að Bjarni Benediktsson krefðist þess að hann, en ekki annar Framsóknarmaður, yrði forsætisráðherra. Auðvitað væri best fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina að kosningar færu fram.
Þess í stað heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram að tortola sjálfum sér.
Lögðum línur að næstu skrefum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vil ekki sjá Bjarna Ben sem forsætisráðherra. Ekki frekar en að ég vilji sjá Birgittu Jónsdóttur sem forsætisráðherfu eftir kosningar (sem nú virðast vera ólíklegar). Eftir að vera í enn meiri skít en Sigmundur, getur Bjarni ekki krafizt neins og ólíklegt að ÓRG myndi veita honum umboð til að leiða nýja ríkisstjórn.
Þegar þú skrifar "Auðvitað væri bezt fyrir Sjálfstæðisflokkinn ... að kosningar færu fram", þá er ég ekki alveg að sjá hvað þú átt við. Sjallarnir græða ekkert á kosningum, eftir nýlegum fylgiskönnunum að dæma, heldur myndu tapa helming þingsæta. En enginn vafi á því að það yrði ágætt fyrir þjóðina. Enn það yrði mikið betra fyrir hana ef allir núverandi þingflokkar myndu þurrkast út. Þá gætum við byrjað upp á nýtt og fengið heiðarlegt og hreinskilið fólk á þing og ekki bara sjálfhverfa hálfdrættinga.
Pétur D. (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.