Um kosningar
11.10.2016 | 01:00
Trump er búinn að koma Repúblikanaflokknum í algert uppnám. Trump lifir fyrir svona hasar. Hann getur ekki tapað, því ef hann vinnur ekki kennir hann öllum um nema sjálfum sér. Egóið er of bólgið til þess að hann geti viðurkennt að hann sé ekki æðislegur. Hann er löngu byrjaður að tala um kosningasvindl. Við þekkjum svona stjórnmálamenn.
En Repúblikanar geta engum kennt um nema sjálfum sér. Þetta kusu þeir. Maður getur rétt ímyndað sér hvað myndi gerast ef Trump yrði kosinn forseti. Hann hefur þegar hótað að setja mótframbjóðanda sinn í fangelsi. Svona tala frambjóðendur yfirleitt ekki í lýðræðisríkjum. Menn eins og Bill O'Reilly á Fox fréttastöðinni, sem er vinveitt Repúblikunum svo ekki sé meira sagt, viðurkenna að flokksforystan sé á móti Trump og að hann muni sennilega tapa. En 74% kjósenda Repúblikana vilja að flokksforystan haldi áfram að styðja Trump.
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur skorið á tengslin við Trump. Hann myndi ekki gera það ef hann teldi að Trump ætti möguleika á að vinna. Það kæmi mér ekki á óvart að Ryan stefni á forsetaframboð 2020.
Heimild: http://www.politico.com/story/2016/10/politico-morning-consult-poll-229394
Tímabært að slíta öll tengsl við Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.