Úti í eyjum

Eyjamenn eru alltaf svolítið dramatískir, enda hefst saga heimkynna þeirra á því að Ingólfur Arnarson hefnir sín grimmilega á írsku þrælunum sem drápu fóstbróður hans, Hjörleif.  Hjörleifur hafði sagt þrælunum að vinna að akuryrju en þeir "voru þess ófúsir" og ákváðu að drepa hann og menn hans og flýja með konur þeirra út í eyjar. 

Hér er lýsing Jónasar frá Hriflu á því sem gerðist næst. Ingólfur mælti:

"Lítið lagðist hér fyrir góðan dreng, er þrælar skildu að bana verða, og sé eg svo hverjum verða, er eigi vill blóta." . . . Heldur hann nú með nokkra menn sjóleiðis vestur á bóginn, og finnur þrælana í eyjunum. Þeir urðu hræddir, er þeir urðu Ingólfs varir, enda beið þeirra bráður bani. Sumir féllu fyrir Ingólfi, en aðrir hlupu fram af háum hömrum og týndust þannig. Ingólfur gaf eyjunum heiti, það er þær hafa síðan, og nefndi þær Vestmanneyjar, því að Norðmenn kölluðu Írlendinga Vestmenn.

Menn voru ekkert að tvínóna við hlutina í gamla daga.

 


mbl.is Páli vikið úr fulltrúaráðinu í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Wilhelm! 

Já, orð að sönnu: Menn voru ekkert að tvínóna við hlutina í gamla daga!

Svo er myndbandið með Árna Johnsen verulega skemmtilega fjölbreytt, kemur víða við og fínar myndir þar líka. Sjálfur fór ég nokkrum sinnum ungur og svo síðar í Eyjar, aldrei þó á Þjóðhátíð.  Takk. 

Jón Valur Jensson, 15.6.2018 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband