Listin að semja

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði greinina “Nokkur orð um heimsvaldastefnu NATO og hvítan femínisma”, sem birt var í Kjarnanum 19. ágúst 2021. Greinin gefur til kynna að þegar kemur að samningaviðræðum gæti verið erfitt að ganga að öllum kröfum hennar.

Greininni lýkur svona:

“Það sem kallað hefur verið ‘lýð­ræð­is­upp­bygg­ing’ í Afganistan af einni fyrrum íslenskri starfs­konu NATO í land­inu er þvert á móti risa­vaxin til­raun í heims­valda­stefnu, fram­kvæmd af grimmd og glæp­sam­legu áhuga­leysi um vel­ferð fólks­ins í Afganistan; kvenna, barna og karla. 

Vest­rænir ‘bjarg­vætt­ir’ með kven­frelsiskyndil­inn í annarri hendi og hríð­skota­byssu í hinni eru nú enn einu sinni afhjúpaðir fyrir augum heims­byggð­ar­innar sem útsend­arar rot­innar heims­valda­stefnu, þátt­tak­endur í einu sið­laus­asta verk­efni mann­kyns­sög­unn­ar.

 

Ég set fram þær kröfur …

Vegna alls þessa sem ég hef hér upp talið fæ ég því ekki orða bund­ist: 

Ég set hér með fram þá kröfu að Ísland taki á móti flótta­fólki af mann­úð, og með vin­semd og virð­ingu að leið­ar­ljósi. 

Ég set fram þá kröfu að Ísland gangi úr hryðju­verka­sam­tök­unum NATO. 

Ég set fram þá kröfu að Ísland biðj­ist afsök­unar á þátt­töku sinni í glæp­sam­legum inn­rásum og stuðn­ingi við heims­valda­sinnað og rasískt ofbeldi NATO og Banda­ríkj­anna.  

Ég set fram þá kröfu að Ísland berj­ist á alþjóða­vett­vangi fyrir frið­sam­legum lausnum í alþjóða­málum og hætti að taka þátt í að kynda ófrið­ar­bál af for­hertri heimsku og yfir­borðs­mennsku.

Ég set fram þá kröfu að almennum borg­urum sem þolað hafa ofbeldi NATO og Banda­ríkj­anna í Afganistan verði greiddar miska­bæt­ur. 

Og ég set fram þá kröfu að við segjum skilið við þann hroka­fulla, heims­valda­sinn­aða og rasíska hvíta femín­isma sem ráðið hefur ríkjum í Stjórn­ar­ráð­inu og við stefnu­mótun Íslands í utan­rík­is­mál­um. Slíkur femín­ismi á heima á rusla­haugum sög­unn­ar. Tími raun­veru­legrar sam­stöðu með alþýðu ver­ald­ar, kon­um, börnum og mönn­um, er runn­inn upp. 

 

Sú sam­staða er femín­ismi sem við getum öll stutt og barist fyr­ir.”

 

Svo mörg voru þau orð. Trotskí gerði hugtakið “ruslahaugar sögunnar” frægt og mig grunar að Sólveig Anna sé sammála því að hún eigi meira sameiginlegt með Trotskí en hefðbundnu íslensku vinstrafólki.

 

 


mbl.is Vonbrigði í Karphúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband