Traust og trúverðugleiki

Ingibjörg Dögg, annar ritstjóra Heimildarinnar, segir:

„Það er þetta menn­ing­ar­stríð. Þeir sem eru and­stæðir MeT­oo, þeir sem hafa hags­muna að gæta eða hafa orðið und­ir með ein­hverj­um hætti í þess­ari umræðu, vegna þess að þeir hafa gert eitt­hvað sem hef­ur verið af­hjúpað og op­in­berað – það hlakk­ar svo­lítið í þeim núna vegna þess að hætt­an er sú að þetta verði notað til að draga úr trú­verðug­leika brotaþola. Mér finnst mik­il­vægt að það ger­ist ekki, vegna þess að við ger­um mikl­ar kröf­ur í þess­um flóknu og erfiðu mál­um. Það er eng­in ástæða til að ef­ast um það sem hef­ur komið fram. . . ."

„Það sem gerðist hérna er að maður sem á harma að hefna gagn­vart Eddu Falak og Heim­ild­inni, og hef­ur ráðið lög­mann til að beita sér gegn Heim­ild­inni, set­ur fram alls kon­ar ásak­an­ir á hend­ur Eddu Falak og kall­ar hana per­sónu­leik­araskaða. Þetta er þessi and­stæða við MeT­oo sem er að birt­ast.“

Hér er ritstjórinn að blanda saman tveimur málum. Málið snýst um trúverðugleika Eddu Falak. Hún hefur viðurkennt að hún laug um starfsferil sinn í Kaupmannahöfn. Það skiptir ekki máli hver afhjúpaði þær lygar. Hvort það er Heimildin, Fréttablaðið, eða Frosti. Sannleikurinn er óháður því hver segir hann. 


mbl.is Mikilvægt að fólk geri hreint fyrir sínum dyrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband