Græn framtíð?

Í greininni stendur:

Katrín sagði í svari sínu að með sam­komu­lag­inu liggi fyr­ir viður­kenn­ing á sér­stöðu Íslands, og að sú viður­kenn­ing muni liggja jafn­mikið fyr­ir ef ein­hverj­ar breyt­ing­ar verða á áform­um ESB. 

Katrín Jakobsdóttir er formaður flokks sem heitir Vinstrihreyfingin-grænt framboð. Ef íslenskir kjósendur vilja vera grænir, þá er óraunsætt og sjálfselskt að ætlast til þess að Íslendingar fái endalaust sérmeðferð bara af því að við erum svo frábær og spes. Ef við viljum vera græn þurfum við að borga fyrir það, færa fórnir. Frakkar voru til dæmis að banna stuttar flugferðir ef hægt er að ferðast á annan hátt en með flugi. Þetta er hin græna framtíð.

Ef við erum ósátt við þessa framtíðarsýn erum við ekki vinstri græn. Og ef okkur líst ekkert á þessa framtíð þurfum við að kjósa flokka sem setja spurningamerki við hve miklu við erum reiðubúin að fórna fyrir að vera græn.


mbl.is Hvað tekur við eftir „afsláttarárin“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband