Aldrei nóg

Skyldi Trump hverntímann hugsa, "Æ, ég nenni þessu ekki lengur?" Sennilega ekki. Vesen er hans líf og yndi--og frá tilvistarlegu sjónarhorni er veran vesen. Það veit hann að öllum líkindum, þótt hann gefi sig ekki út fyrir að vera heimspekilega þenkjandi. Trump er ekki bara maður. Hann er táknmynd athafnamannsins sem gefst aldrei upp, er aldrei sáttur og fær aldrei nóg. Ef hann yrði forseti aftur væri það ekki nóg, því valdamesti einstaklingur heimsins, Bandaríkjaforseti, er langt frá því að vera alráður og það er pirrandi fyrir mann eins og hann. Það er smá Trump í okkur öllum hvort sem við viðurkennum það eða ekki.


mbl.is Trump ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband