Er stefnubreyting stefnubreyting?

„Mitt verk­efni, þegar ég tók við flokkn­um, var að gera hann stjórn­tæk­an. Ef mér tekst ekki að gera það þá hef ég brugðist,” sagði Kristrún Frostadóttir í viðtali sem birt var 5. maí, 2023 á MBL.is. Sem sagt, Samfylkingin var ekki stjórntæk undir stjórn Loga Einarssonar að mati Kristrúnar. Logi getur sagt að ekki sé um stefnubreytingu að ræða hjá flokknum en það er erfitt að taka það alvarlega. Þeir sem geta ekki sætt sig við þessa breytingu geta annað hvort reynt að sannfæra sig um að stefnubreyting sé ekki stefnubreyting eða stigið til hliðar. Það er nokkuð ljóst að það er fólk innan flokksins sem er ósammála hægri-kratisma Kristrúnar en hún veit að ef flokkurinn vill komast í stjórn verður hann að skipta um stefnu. Áður en Kristrún tók við formennsku var Samfylkingin á hraðri leið að verða ónýtt vörumerki. Undir hennar forystu hefur það gjörbreyst. Í viðtalinu sem ég vitnaði í segir Kristrún að hún sé spennt fyrir samvinnu við Vinstri græna. Ég leyfi mér að efast um að hún sé á sömu skoðun í dag, þar sem fylgi Vinstri grænna hefur næstum því þurrkast út eins og allir vita.


mbl.is Logi sammála Kristrúnu um útlendingamálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband