Ofbeldi?
7.4.2024 | 01:53
Í greininni stendur:
Í dag kom lögregla hins vegar í veg fyrir að mótmælendur kæmust að stofnbrautinni og vöruðu við því að ofbeldi yrði beitt ef þeir færu á götuna.
Í þeim greinum sem ég hef lesið um þetta mál er orðið ofbeldi" ekki notað enda væri það mjög sérkennilegt. Hér er tilvitnun í erlenda grein:
Despite the groups attempt to access the highway, police, some mounted on horseback, prevented their entry, warning that force might be used if the protesters attempted to breach the roadway. Heimild: https://www.firstpost.com/world/greta-thunberg-detained-by-dutch-police-13757012.html
Force, Í þessu samhengi, á auðvitað að þýða sem vald en ekki ofbeldi. Greta Thunbeg segir: Við þurfum að gera allt til þess að koma í veg fyrir neyðarástand og bjarga mannslífum. En málið er að það er hún og aðrir aðgerðarsinnar sem trekk í trekk skapa neyðarástand með andfélagslegri hegðun sinni og lögbrotum.
Greta Thunberg handtekin tvisvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.