Byltingarmaðurinn Bannon

Steve Bannon er nokkuð merkilegur fír. Hann er byltingarsinnaður hægrimaður. Ein af fyrirmyndum hans er Vladímír Lenín. Hægrisinnaðir og vinstrisinnaðir byltingarmenn eiga margt sameiginlegt. Bannon er líka dæmdur glæpamaður. Eins og vinstrisinnað byltingarfólk sem telur sig „réttu megin sögunnar" virðir hann ekki leikreglur lýðræðislegs réttarfars. Yfirvöldum ber skylda til að verja samfélagið gegn fólki eins og Bannon, sem svífst einskis og gengur alltaf eins langt og hann getur. Meira að segja Trump sagði að Bannon hefði misst vitið eftir að Bannon missti starf sitt í Hvíta húsinu sem ráðgjafi Trumps. En Bannon hefur ekki misst vitið. Hann veit vel hvað hann er að gera, alveg eins og Lenín.


mbl.is Steve Bannon í fangelsi þann 1. júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband