Musk og Trump spjalla

Jæja, þá eru Musk og Trump búnir að spjalla saman. Musk þurfti að fresta samræðunum--hann kaus að nota það orð frekar en "viðtal"--vegna tæknilegra erfiðleika eða tölvuárásar. Það er víst ekki á hreinu hver ástæðan var. Hlustendur voru 1,324,994 þegar mest var. Það sem ég heyrði af spjallinu var frekar rólegt og vinsamlegt. Musk er ekkert sérstaklega líflegur í samræðum en hann lítur á Trump sem bandamann í baráttu sinni við það sem Musk kallar "woke hugsana-vírusinn" og Trump hlýtur að vera ánægður með það að Musk styður hann. Trump er yfirleitt skemmtilegastur þegar hann er að rífast við fólk, þannig að þar sem því var ekki til að dreifa í þetta sinn var samtalið frekar orkulítið að mínu mati. Fólk eins og ég vill drama!  


mbl.is Trump rýfur þögnina á X
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband