Glæpir og Trumpismi

 

Það er mótsögn í umfjöllun afbrotafræðingsins. Fyrst segir hún:

“Það er klár­lega stemn­ing fyr­ir þess­ari umræðu [sem hún kallar Trumpisma] á sam­fé­lags­miðlum en hvort hún rími við raun­veru­leik­ann eða vinnu­brögð lög­regl­unn­ar, ég bara þekki það ekki.“

En svo segir í greininni:

 

Mar­grét seg­ist ekki vita til þess að lög­regl­an hafi breytt sín­um vinnu­brögðum eða bregðist síður við ákveðnum brot­um sem eru ekki tal­in al­var­leg.

“Ég hef ekki séð neitt sem bend­ir til þess,” seg­ir Mar­grét um það.

Fyrst segist hún ekki vita hvort að áhyggjur um að ekki sé tekið nógu hart á glæpum eigi við rök að styðjast. En svo segir hún að ekkert bendi til þess að svo sé.

Svo má bæta við að Trump hefur engan einkarétt á því að hafa áhyggjur af glæpum. Að kalla slíkar áhyggjur Trumpisma er villandi og ýtir undir óþarfa pólitíska skautun.


mbl.is Traust til lögreglu rýrnar: „Þetta er Trumpismi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband