Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Ammæli
18.9.2007 | 07:23
Ég á afmæli í dag. Ég er alltaf jafn unglegur, en portrettið af mér uppi á hálofti er farið að gangast svolítið fyrir. Ef þið reynið að sauma fugl í nærbuxurnar mínar þá læt ég berja ykkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Framhaldssagan: Fimmti kapítuli
18.9.2007 | 03:39
5
Hökki kom til dyra. Hann var í svörtum kínverskum silkislopp, vönduðum leðurinniskóm og reykti sígarettu með gylltum fílter. Hann leit beint framan í Sveinka og sagði: "Hvað get ég gert fyrir yður?"
"Sæll, Hökki. Þekkirðu mig ekki? Þetta er Sveinki."
"Ah, Sveinki. Þú hefur bætt aðeins á þig. Við höfum ekki sést síðan . . ."
". . . síðan við vorum nítján."
"Og meðlimir í Prestaklíkunni. Og núna ert þú rannsóknarlögreglumaður. Kaldhæðnislegt, ekki satt? Þú varst efni í stórglæpamann. Hvað fór úrskeiðis?"
"Æi, blessaður vertu ekki með þessa stæla. Hver heldurðu að þú sért? Oscar Wilde? Mér þykir leitt að tilkynna þér að svo er ekki. Þú ert bara venjulegt íslenskt skítseiði, alveg eins og öll hin skítseiðin í þessari borg."
Bros færðist yfir andlitið á Hökka. Hann sagði: "Já, þetta er kannski rétt hjá þér. Ég er auðvitað eins og hvert annað skítseiði í hópnum, enginn stjórnmálagúrú með markmið eða völd. Ég á enga lausn. Kannski kirkjan á staðnum. Ég er aðeins bölsýnismaður á kjarnorkuöld."
"Þú vilt vera í friði. Þú vilt ekki vakna," sönglaði Sveinki og glotti við tönn.
"Við strákarnir tókum pillur til að stytta daginn. Slátruðum viskíflösku þegar fyrstu neonljósin voru tendruð . . . Ðós ver ðe deis, mæ frend. Ví þod ðeid never end. En tímarnir breytast, Sveinki. Erum við útrunnir skiptimiðar?"
"Ég veit það ekki? Hvað heldur þú?"
"Ég veit það ekki heldur. Komdu inn fyrir. Við þurfum að fá okkur í glas. Segðu keðjuhundunum í garðinum að þeir geti tekið sér pásu. Ég fer ekki að flýja frá þér, Sveinki. Ég renn ekki af hólmi. Hvert ætti ég svosem að fara? Á Íslandi getur enginn flúið. Við erum öll fangar. Fangar í borg óttans."
"Þú hugsar of mikið, Hökki. Það var alltaf þitt vandamál."
Bloggar | Breytt 19.9.2007 kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Framhaldssagan
16.9.2007 | 22:08
4
Sveinki ók niður Laugaveginn á líkkistusvörtum Hummerjeppa með öryggisgleri og rimlum. Í aftursætinu sátu tveir þýskir fjárhundar, Max og Moritz. Þeir voru í gráum síðum frökkum, leðurstígvélum og með hjálma. Um hálsinn voru þeir með keðjur og málmskyldi sem á var grafið Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða.
"Heyrðu, Sveinki," sagði Max. "Ef við eigum að berja einhvern fyrir þig þá viljum við fá að borða fyrst."
"Bæjarins bestu, Bæjarins bestu," galaði Mortitz.
"OK, strákar. Við stoppum á Bæjarins bestu og fáum okkur pylsu og kók."
"Tvær pylsur hver og tvær kók hver," hrópaði Moritz.
"Vertu ekki með þessa frekju," sagði Max.
"Ef þið hagið ykkur vel þá fáið þið ís með dýfu í eftirmat," sagði Sveinki.
"Ís í boxi, ís í boxi" æpti Mortitz. "Ég vil Badda box. Hann er bestur."
"Ég sagði ef þið hagið ykkur vel," áréttaði Sveinki. "Og ekki tala svona hátt, Moritz. Ég heyri alveg ágætlega."
"Sorrí, Sveinki. Við erum bara alltaf svo svangir og upptjúnaðir," sagði Moritz.
"Þeir gefa okkur ekki nóg að borða svo að við séum alltaf pirraðir og til í slagsmál," bætti Max við. "Ég verð að segja eins og er að mér finnst þetta brot á okkar rétti."
"Já, þetta er ósanngjarnt," sagði Sveinki. "Þú ættir að hafa samband við Dýraréttindadómstólinn." Hann lagði bílnum á litla planið á horni Pósthússtrætis og Skúlagötu. "Jæja, strákar. Fáum okkar að borða. Ég splæsi."
Næst komu þeir við í sjoppu á Vesturgötunni. Moritz fékk Badda box og Max fékk Alla ísálf.
"Vilt þú ekki ís, Sveinki?" spurði Moritz.
"Nei, ég er í megrun. Konan segir að ég sé svínfeitur."
Sveinki ók af stað. Þeir komu að tvílyftu ómáluðu steinhúsi við Nýlendugötuna. Sveinki lagði jeppanum.
"OK, strákar. Þetta er grenið hans Hökka. Felið ykkur í garðinum. Ég ber að dyrum. Ef Hökki reynir að flýja út um bakdyrnar, þá grípið þið hann, en ekkert óþarfa ofbeldi. Er það á hreinu?"
"Við erum fagmenn," svaraði Max.
"Að sjálfsögðu. Kílum á þetta."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Upptekinn
14.9.2007 | 00:13
Jæja, núna er maður kominn á fullt að kenna. Ég er að kenna nýjan margmenningarkúrs og hef í mörg horn að líta, en þetta er spennandi vinna, því ég hannaði kúrsinn sjálfur og er að kenna efni sem mig hefur lengi langað til að fjalla um. Á ensku kallast kúrsinn Introduction to Intercultural/International Studies. Þemað er Culture and Desire. Menning og ástríða. Svaka spennó!
En ég er ekki búinn að gleyma framhaldssögunni. Ég ætla að reyna að birta nýtt efni um helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Glysrokk
5.9.2007 | 07:10
Gott grúv í þessu
http://youtube.com/watch?v=8xJ_agcMy5c&mode=related&search=
Og ekki er þetta verra
http://youtube.com/watch?v=Q28WYKnGNNE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)