Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Öðrum að kenna

Í greininni stendur: „Það sem er að gerast er bein afleiðing þegjandi samþykkis vestrænna stjórnmálamanna og evrópskra stofnana, sem hafa lokað augunum fyrir agressívum aðgerðum úkraínskra öfgaafla frá byrjun krísunnar,“ sagði í tilkynningu rússneska utanríkisráðuneytisins.

Ókei, vestrænir stjórnmálamenn og stofnanir mega ekki einu sinni þegja. Einhvern veginn er þetta allt þeim að kenna. Svona málflutningur sýnir best hvað rússneska utanríkisráðuneytið er despertat.


mbl.is Segja vesturveldin ábyrg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barði

Barði er frábær póstmódernískur poppari og hann er svo skemmtilega krípí. Grín heimildamyndin um hann, sem má sennilega finna enn einhvers staðar á YouTube, er dásamleg. Mér finnst útgáfa Bang Gang af gamla Díönu Ross og Supremes laginu „Stop in the Name of Love" með því besta sem hann hefur gert.

 

 


mbl.is Myndband Barða frumsýnt á vef Rolling Stone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sviss

Hnífur

Hér fjallar Ricky Gervais um Frakka og Svisslendinga. Góða skemmtun!

http://vimeo.com/34707473

  


mbl.is Fljúga ekki utan skrifstofutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþægilegar spurningar

Saudi Arabia

Vondandi spyr nýji ritstjórinn ráðamenn í Sádí-Arabíu engra óþægilegra spurninga. Þá á hún á hættu að vera sökuð um að stunda „umræðuhryðjuverk”, „verða sér til háborinnar skammar” og að hún sé eins og „smáhundur”, „kvikindi” sem menn þurfa að sparka af sér. Ó, sorrí, ég fór landavillt. Þetta er það sem gerist þegar spyrill á ríkisfjölmiðli spyr ráðamann á Íslandi „óþægilegra” spurninga.

 


mbl.is Fyrsti kvenritstjóri landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðaþrá

Að láta morðingja, sem stakk fórnarlamb sitt 57 sinnum, hafa skæri og biðja hann um að klippa sig bendir til þess að fangelsisstjórinn hafi hugsanlega verið með netta dauðaþrá.

 

 


mbl.is Myrtur í stað klippingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

David Lee Roth, "Goin' Crazy!"


Boko Haram

Boko Haram„Boko Haram” þýðir „vestræn menntun er synd”. Þessi íslamski öfgahópur er í „heilögu stríði” (Jihad”), en samkvæmt BBC myrða þessir menn bæði kristna og múslimi.

Hópurinn hefur drepið u.þ.b. 2000 einstaklinga síðan 2009. Her Nígeríu er flúinn af svæðinu og forsetinn, Goodluck Jonathan, á úr vöndu að ráða. Hann trúir því að Guð muni blessa Nígeríu: „Guð mun halda áfram að heyra bænir okkar, þannig að land okkar mun komast útúr þessum vandmálum og öðrum glæpum”. Vonandi gerir Goodluck eitthvað annað en biðja. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir, eins og sagt er.


mbl.is Myrtu yfir hundrað þorpsbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Réttlætið það sigraði að lokum"

Out of Sight

Og það sem verra er, Monster-in-Law er ótrúlega léleg mynd. Konan hefði að minnsta kosti átt að hafa vit á því að stela sæmilegri mynd, fyrst hún var að þessu á annað borð. Out of Sight, sem er líka með Jennifer Lopez, hefði verið miklu betra val.


mbl.is Skilaði ekki spólu - fór í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirring

Þetta augnablik segir okkur ansi mikið: 

GÍSLI MARTEINN: Það er ég sem stýri viðtalinu. 

SIGMUNDUR DAVÍÐ: Nei.

Frekjan í Sigmundi Davíð er svo mikil að hann getur ekki einu sinni viðurkennt þá grunnstaðreynd að hann stýrir ekki viðtalinu. 


mbl.is „Vá. Þetta var furðulegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem öðrum finnst

Dr. Phil sagði einu sinni eitthvað á þessa leið: „Ef þú vissir hve fólk eyðir litlum tíma í að hugsa um þig, þá myndirðu hætta að hafa svona miklar áhyggjur af því hvað fólki finnst um þig.” Málið er að flestir eru of uppteknir við að hugsa um sjálfa sig til að pæla of mikið í þér.


mbl.is Fjórar leiðir til að hætta að hugsa um hvað öðrum finnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband