Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Að koma af fjöllum

Forsætisráðherra kallar umfjöllun sína „Hugrenningar á fjöllum”. Í fjallræðu sinni kennir hann eins og sá sem valdið hefur, enda hefur hann það, eins og er. Hann kemur af fjöllum um að fordómar finnist í Framsóknarflokknum, því starf flokksins byggir á „frjálslyndri hugmyndafræði” að hans sögn. Hann segir einnig:

Við viljum líka rökræða hluti og leyfa umræðu. Eðlileg niðurstaða er þá alltaf sú að allir séu fæddir jafnréttháir enda endurspeglast það í stefnu flokksins. Frá upphafi hefur Framsóknarflokkurinn verið í fararbroddi í eflingu almannahags og mannréttinda. Það er sama til hvaða hóps er litið, einkum ef litið er til þeirra sem hafa átt undir högg að sækja eða hafa þurft að berjast fyrir jöfnum réttindum, hvað eftir annað hefur Framsókn staðið fyrir úrbótum sem markað hafa tímamót.

Þessi orð virðast í samræmi við Gullnu regluna sem finna má í Fjallræðunni: „Alt, sem þér því viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þið og þeim gjöra".

Þýða orð forsætisráðherra að hann sé meðfylgjandi moskubyggingu, þrátt fyrir að hann gagnrýni þá sem gagnrýna Sveinbjörgu Birnu Sveinbjarnardóttur? Ég sé ekki betur en að svo sé. En kannski kemur hann af fjöllum um þennan skilning á orðum hans. 



mbl.is Með ólíkindum hvað menn leggjast lágt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morð

Þegar hið viðurstyggilega orð „heiðursmorð" er notað í frétt finnst mér að það sé lágmark að það sé sett í gæsalappir í hvert sinn sem það er notað. Í grein í The Guardian um þetta mál kemur fram að konan, Farzana Parveen, sem var myrt var ólétt. Hún var 25 ára gömul. Faðir hennar sagði: „Ég drap dóttur mína vegna þess að hún móðgaði fjölskylduna með því að giftast manni án okkar samþykkis og ég sé ekki eftir neinu."

Heimild: http://www.theguardian.com/world/2014/may/27/pregnant-pakistani-woman-stoned-to-death

 


mbl.is Grýtt til dauða af eigin fjölskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væl

„Þegar við setj­um fram okk­ar stefnu­mál þá höf­um við nær enga til þess að ræða þau við því það er eng­in umræða um mál­efn­in. Það er bara eitt­hvað allt annað uppi," segir Halldór Halldórsson. Sorrí, en þetta er væl.
mbl.is Skortur á málefnalegum umræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að segja af sér

Hvers margir íslenskir stjórnmálamenn hafa sagt af sér? Samkvæmt blaðamanninum Ingva Frey Vilhjálmssyni hafa einungis fimm íslenskir stjórnmálamenn sagt af sér frá fullveldistöku, sem var fyrir 96 árum.

Keep Calm and Just Resign

 

 


mbl.is Írskur ráðherra segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Le Pen

Þetta er konan sem hótar því að lögsækja þá sem kalla flokk hennar öfgahægriflokk. Nýlega komst dómstóll í París að þeirri niðurstöðu að það sé ekki ólöglegt að kalla hana „fasista". Hún ætlar að áfrýja þeirri niðurstöðu. 
mbl.is Krefst þess að þing verði leyst upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaktin kvödd

ÓshólavitiNú er spurning hvort harðir ESB-andstæðingar saka Björn og Styrmi um að sofna á vaktinni og að svíkja málstaðinn, o.s.frv. Um þessar mundir virðist ein helsta dægradvöl hatrammra ESB-andstæðinga vera að leita uppi og úthrópa „svikara" í röðum Sjálfstæðismanna. 
mbl.is Evrópuvaktin hættir fréttaskrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimildir

Þeir sem hafa áhuga á þessu máli geta lesið meira um það hér: 

https://www.dv.is/frettir/2014/5/21/lysum-yfir-fullum-studningi-vid-halldor-halldorsson/ 

 


mbl.is Ræða hvort Halldór stígi til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB

Þetta er áreiðanlega ESB að kenna! Og sennilega eru íslenskir landssölumenn á bakvið þetta líka. Wink


mbl.is Seldi verðlaunin upp í skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Cream, "Crossroads"


Á flótta

Enn einn raunveruleikaflóttaþátturinn. 

 


mbl.is Íslensk útgáfa af Minute To Win It
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband