Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014
Kyn, aldur og kosningaréttur
19.6.2014 | 18:05
Fyrirvari um kosningaaldur kvenna er ekki einstakur á alþjóðavísu. Á Bretlandi fengu konur kosningarrétt 1918, en einungis konur sem voru 30 ára og eldri og uppfylltu skilyrði um eignir. Á sama tíma fengu allir karlmenn sem voru 21 og eldri kosningarétt og skilyrðum um eignir var aflétt fyrir þá. Karlmenn sem voru í hernum gátu kosið ef þeir voru 19 ára og eldri.
Heimild: http://www.parliament.uk/about/living-heritage/transformingsociety/electionsvoting/womenvote/
overview/thevote/
Karlarnir voru hræddir við konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Starbucks
19.6.2014 | 02:55
Og þegar starfmennirnir klára háskólanámið er ekki ólíklegt að margir þeirra haldi áfram að vinna hjá Starbucks. Atvinnuleysi meðal fólks með háskólagráðu var 18.3% í Bandaríkjunum, sem er mun verra en það var 2007, þegar atvinnuleysi sama hóps var 9.9%.
Heimild: http://www.theguardian.com/money/us-money-blog/2014/jun/16/starbucks-college-tuition-graduates-baristas-jobs-degrees
Starbucks býður starfsfólki í háskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Medalíur
17.6.2014 | 23:18
Það er hægt að fá splunkunýjan stórriddarakross á eBay fyrir $19.99. Sendingarkostnaður er $5.
http://www.ebay.com/itm/Norse-Viking-Republic-Iceland-Royal-Order-Star-Medal-Orden-Army-Falcon-Award-/231060949400?pt=LH_DefaultDomain_0&hash=item35cc4e4998
Níu sæmdir fálkaorðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Höldum jól
17.6.2014 | 19:04
Ókei, Norðmenn eru hættir við að hætta við að gefa okkur tréð. Og nýji borgarstjórinn er rosalega þakklátur. Ef ég væri borgarstjóri myndi ég segja: Þið getið tekið þetta tré og troðið því. Þversum. Ha det bra."
Reykvíkingar fá Óslóartré í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17. júní
17.6.2014 | 04:57
Á þessum degi finnst mér við hæfi að vitna í kafla úr Íslandsögu handa börnum eftir Jónas frá Hriflu:
UNI DANSKI--Garðar Svavarsson [sá sem fann landið, eftir að paparnir fundu það, og kallaði það Garðarshólma--innskot bloggara] átti son, sem Uni hét, og var nefndur hinn danski. Uni fór til Íslands að áeggjan Haralds konungs hárfagra og ætlaði að leggja landið undir sig. Hafði konungur heitið að gera hann að jarli yfir Íslandi, ef hann ynni það. Uni nam land á Fljótsdalshéraði, austan Lagarfljóts. En er landsmenn vissu um erindi hans brugðust þeir illa við og vildu honum enga björg veita, hvorki selja honum vistir eða kvikfé. Hrökk Uni þá þaðan burtu og fór suður á Síðu til Leiðólfs sterka. Þar var Uni um veturinn og lagði hug á dóttur Leiðólfs, en vildi þó ekki giftast henni, en það þótti föður hennar sæmilegast, úr því sem komið var. Uni reyndi þá tvisvar að strjúka burt af heimilinu og losna þannig við mæðgirnar. Í fyrra sinn tók Leiðólfur strokumanninn og flutti hann heim með sér, en í síðara skiftið þótti bónda örvent um mágsemina og drap Una og nokkra af förunautum hans. Lauk svo fyrstu tilraun erlendra konunga að ná valdi yfir Íslandi.
Ó, jé!
Stefnir í blauta lýðveldishátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fordómar
16.6.2014 | 05:26
Ég veit að þetta eru ægilegir fordómar í mér en . . . norskt kynlíf . . . Það hljómar ekki mjög sexí.
Stunduðu kynlíf í 75 metra hæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lykillinn að farsælu sambandi
16.6.2014 | 01:23
Lykillinn að farsælu sambandi, samkvæmt Michael Caine, er að hvor hafi baðherbergi fyrir sig. Mér fannst þetta undarlegt þegar ég heyrði það fyrst, en finnst þetta ekkert skrýtið lengur. Caine hefur verið giftur sömu konunni, Shakiru Baksh, síðan 1973.
10 venjur hamingjusamra para | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Casey Kasem
15.6.2014 | 23:49
Casey Kasem er þekktastur fyrir Top 40 listann. Það vantar í þessa frétt. Þeir sem hlustuðu á Kanann í gamla daga mun eftir þessu. "I'm Casey Kasem, this is American Top 40, and the countdown begins . . ." Kasem hafði sérstaklega þýða og seiðandi rödd.
Maðurinn á bak við Shaggy látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Talíbanar og lýðræði
15.6.2014 | 04:56
Þrátt fyrir þann terror sem Talibanar beittu var þátttaka í kosningunum u.þ.b. 60%. Geri aðrir betur.
Heimild: ttp://www.aljazeera.com/news/asia/2014/06/afghans-brave-violence-elect-new-president-2014614122014871960.html
Skáru fingur af kjósendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)