Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015
Tilfallandi athugasemd
16.11.2015 | 00:30
Hvernig væri að Páll Vilhjálmsson sneri aftur til Samfylkingarinnar og talaði flokkinn upp? Hann er maður með reynslu og góður í því að tala hluti upp og niður.
Bara hugmynd.
Tala þarf Samfylkinguna upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Og Jesús sagði
12.11.2015 | 20:15
Hvernig væri að þeir sem koma að þessu máli komi saman og syngi saman hið fallega lag "Ó Jesús bróðir besti"? Mér líður alltaf betur og er sáttfúsari eftir að ég hef sungið það.
En Jesús var ekki alltaf næs, og trúarsagan er blóði drifin, þannig að það þarf svosem ekki að koma á óvart að það séu átök innan kirkjunnar. Og Jesús sagði: "Ég skal sýna yður, hvern þér eigið að hræðast. Hræðist þann, er hefur vald að deyða og að því búnu varpa í helvíti. Já, ég segi yður, hræðist hann."
Ekkert einelti eða ofbeldi þarna. Nei nei. En samt, ég fíla Jésú.
Kvartaði vegna eineltis í kirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fórnarlambið
12.11.2015 | 00:35
Ah, svo Breivik er fórnarlamb. Að umboðsmaður norska þingsins skuli tala svona sýnir á hvers konar villugötur pólitískur réttrúnaður getur leitt einstaklinga og þjóðfélög.
Hætta á ómannúðlegri meðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Grís
5.11.2015 | 22:08
Bónusgrísinn kemur mér alltaf í gott skap. Hann er íslensk nútíma klassík, eins og Lilli api og Páll Vilhjálmsson (bæði brúðan og Ekki-Baugsmiðillinn).
Hagar halda Bónusgrísnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Boð og bönn
4.11.2015 | 05:35
Könnunin var gerð á vegum tveggja kvenkyns prófessora. Verður ekki að setja kynjakvóta á það?
Svo segir í greininni: "Að lokum sagðist Heiða ekki vera hlynnt því að fara fram með boðum og bönnum þrátt fyrir að hún teldi hluti eins og kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja vera mikilvægt skref . . ." Hún getur ekki bæði verið á móti boðum og bönnum og boða á sama tíma kynjakvóta.
Langar til að öskra á feðraveldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)