Bloggfærslur mánaðarins, október 2016
Trump og Clinton
20.10.2016 | 03:07
Kappræðum Trumps og Clintons var að ljúka. Ég er nokkuð viss um að allir nema hörðustu aðdáendur Trumps--og það eru nokkrar milljónir--séu sammála um að Clinton hafi staðið sig betur. Ef það var ekki ljóst nú þegar, þá er þetta búið spil fyrir Trump.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Píratar fyrir framtíðina
18.10.2016 | 06:46
Þetta er svolítið Framsóknarleg útskýring hjá Smára. Ég verð að segja það. Stjórnarmyndunarviðræður eru greinilega teygjanlegt hugtak.
![]() |
Ræða um málefni, ekki embætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sagnfræði
18.10.2016 | 05:43
Hvort er betra? Að afmá söguna eða horfast í augu við hana?
![]() |
Ætla að rífa æskuheimili Hitlers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Útspil
16.10.2016 | 22:08
Útspil Pírata er djarft en svar formanns Bjartar framtíðar sýnir bæði visku og stjórnkænsku. Kapp er best með forsjá og allt það.
![]() |
Dálítið langt gengið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stjórnmálaskýringar Pútíns
16.10.2016 | 22:05
Gamli KGB-maðurinn með skýringar á reiðum höndum eins og vanalega.
![]() |
Reyna að dreifa athygli kjósenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drama
14.10.2016 | 15:27
Eitthvað drama þarna í gangi. Fróðlegt væri að heyra meira um málið.
![]() |
Þetta er ákaflega óþverralegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um kosningar
11.10.2016 | 01:00
Trump er búinn að koma Repúblikanaflokknum í algert uppnám. Trump lifir fyrir svona hasar. Hann getur ekki tapað, því ef hann vinnur ekki kennir hann öllum um nema sjálfum sér. Egóið er of bólgið til þess að hann geti viðurkennt að hann sé ekki æðislegur. Hann er löngu byrjaður að tala um kosningasvindl. Við þekkjum svona stjórnmálamenn.
En Repúblikanar geta engum kennt um nema sjálfum sér. Þetta kusu þeir. Maður getur rétt ímyndað sér hvað myndi gerast ef Trump yrði kosinn forseti. Hann hefur þegar hótað að setja mótframbjóðanda sinn í fangelsi. Svona tala frambjóðendur yfirleitt ekki í lýðræðisríkjum. Menn eins og Bill O'Reilly á Fox fréttastöðinni, sem er vinveitt Repúblikunum svo ekki sé meira sagt, viðurkenna að flokksforystan sé á móti Trump og að hann muni sennilega tapa. En 74% kjósenda Repúblikana vilja að flokksforystan haldi áfram að styðja Trump.
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur skorið á tengslin við Trump. Hann myndi ekki gera það ef hann teldi að Trump ætti möguleika á að vinna. Það kæmi mér ekki á óvart að Ryan stefni á forsetaframboð 2020.
Heimild: http://www.politico.com/story/2016/10/politico-morning-consult-poll-229394
![]() |
Tímabært að slíta öll tengsl við Trump |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lilliendahl og Trump
10.10.2016 | 19:30
Hildur Lilliendahl og Donald Trump eiga það sameiginlegt að hafa talað um konur á ógeðslegan hátt. Trump reyndi þó ekki að fela sig á bak við hliðarsjálfið Nöttz.
![]() |
Allar sögurnar eru skelfilegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinsældir og áhrif
10.10.2016 | 07:40
Trump mat stöðuna þannig að sókn væri besta vörnin, sem þarf ekki að koma á óvart. "Attack, attack, attack," er móttó sem pabbi hans kenndi honum. Fyrir Trump var annað hvort að duga eða drepast. Hann réðst á allt og alla, meira að segja varaforsetaefni sitt. Þeir sem fíla Trump geta verið ánægðir með sinn mann. Hann kom Clinton úr jafnvægi, sem var markmiðið.
Að ómerkileg bulla eins og Trump skuli eiga möguleika á því að verða forseti Bandaríkjanna er umhugsunarefni en endurspeglar aðeins hinn harða heim stjórnmála, peninga og valds.
![]() |
Hvassar kappræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Popp
8.10.2016 | 19:10
Ég held að maður verði að poppa fyrir umræðurnar á morgun. Bandaríkjamenn er sérfræðingar í því að breyta öllu, jafnvel harmleikjum, í skemmtun.
![]() |
Pence hneykslaður á ummælum Trump |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)