Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2017

Gunnar Smári og Trölli

Hér eru skrif Gunnars Smára um vexti og vaxtavexti:

Þessi vél er svo óréttlát að lengst af mannkynssögunni hefur hún verið bönnuð. Kristnum mönnum var fram að nútímanum bannað að taka vexti af lánum til meðbræðra sinna. Múslimum er það bannað enn í dag. Það er fyrst og fremst á síðustu áratugum sem fólk hefur hætt að véfengja réttmæti og réttlæti þessara vélar og farið að tigna hana; gert hana að sjálfu gangverki samfélagsins. Þetta sést ágætlega á viðbrögðum við Hruninu. Þá voru háværustu kröfurnar um að auðvelda fólki að skulda áfram svo það gæti áfram knúið þessa vél sem flytur fjármuni frá skuldugum til þeirra sem eiga.

Eðlilegri krafa hefði verið sú að byggt yrði upp samfélagskerfi sem byggði ekki á miklum og sífellt hækkandi skuldum almennings. Það er hægt að gera með því að halda kerfisbundið niðri íbúðaverði, bæði kaupverði og leiguverði. Það er hægt að gera með því að auka vægi almannarýmis og almannaþjónustu til að draga úr þörfum fólks fyrir stórt íbúðarhúsnæði. Það er hægt að gera með eflingu almenningssamgangna og ódýrra bílaleiga til að draga úr þörf fólks fyrir að skuldsetja sig vegna bílakaupa. Og sjálfsagt er hægt að gera margt fleiri. Ég ætla ekki að nefna fleira hér heldur benda á að í raun ætti samfélagsumræðan meira og minna að snúast um hvernig losa megi meginþorra almennings úr skuldum og slökkva á þessari vítisvél.

Það er mikilvægt fyrir efnahagslega heilsu meginþorra fólks. En það er líka mikilvægt fyrir félagslega heilsu samfélagsins. Þessi vél sem færir fé frá þeim sem eiga ekkert til þeirra sem eiga allt eitrar samfélagið, verðlaunar fólk fyrir hegðun sem er ósæmandi heiðvirðu fólki og brýtur niður fólk sem hefur lítið annað til sakar unnið en að vilja búa sér og sínum sæmilegar lífsaðstæður.

 


mbl.is Gunnar Smári yfirgefur Fréttatímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veldi tilfinninganna

Ummæli Gunnars Hrafns eru yfirdrifin. Dæmigerð passív-agressív tilfinningarök.


mbl.is Þetta er algjör svívirða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn

Trump gat ekki einu sinni komið heilsutryggingafrumvarpi sínu í gegnum bandaríska þingið, þótt flokkur hans sé með meirihluta í báðum þingdeildum, þannig að það er kannski betra að taka loforði hans um að leysa kjarnorkuvána sem stafar af Norður-Kóreu með örlitlum fyrirvara.

Við verðum að vona að Kínverjar nái að koma fyrir hann vitinu. Annars gæti heimurinn staðið frammi fyrir einvígi milli appelsínugula mannsins með litlu hendurnar og litla Kims. Það gæti endað með endanlegri lausn.


mbl.is Bandaríkin leysa vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning

í greininni stendur: „Verður þetta að telj­ast hressi­leg til­breyt­ing í mynd­bands­gerð og rappi sem hef­ur lengi verið gagn­rýnt fyr­ir kven­fyr­ir­litn­ingu." 

Horfði sá, eða sú, sem skrifaði greinina á myndbandið? Það er stútfullt af kvenfyrirlitningu. Orðið „bitch" er endurtekið í sífellu. Engin tilbreyting þar.


mbl.is Appelsínuhúð og alvöru líkamar í rappinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasta vígið

Sósíalisminn er síðasta vígi misheppnaðra kapítalista.


mbl.is Möguleiki á sósíalistaflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr jafnvægi

Spurningin um Michael Flynn kom Trump sennilega úr jafnvægi og í stað þess að taka á málinu gengur hann á dyr.


mbl.is Trump fór án þess að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband