Bloggfærslur mánaðarins, júní 2024
Byltingarmaðurinn Bannon
7.6.2024 | 01:29
Steve Bannon er nokkuð merkilegur fír. Hann er byltingarsinnaður hægrimaður. Ein af fyrirmyndum hans er Vladímír Lenín. Hægrisinnaðir og vinstrisinnaðir byltingarmenn eiga margt sameiginlegt. Bannon er líka dæmdur glæpamaður. Eins og vinstrisinnað byltingarfólk sem telur sig réttu megin sögunnar" virðir hann ekki leikreglur lýðræðislegs réttarfars. Yfirvöldum ber skylda til að verja samfélagið gegn fólki eins og Bannon, sem svífst einskis og gengur alltaf eins langt og hann getur. Meira að segja Trump sagði að Bannon hefði misst vitið eftir að Bannon missti starf sitt í Hvíta húsinu sem ráðgjafi Trumps. En Bannon hefur ekki misst vitið. Hann veit vel hvað hann er að gera, alveg eins og Lenín.
Steve Bannon í fangelsi þann 1. júlí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Páll og Pútín
6.6.2024 | 18:35
Ofurbloggarinn Páll Vilhjálmsson heldur því fram að Pútín sé von Evrópu." Hvað veldur því að fólk sem ætti að vita betur er svo örvæntingarfullt og ráðvillt að gamall KGB-maður, skilgetið afkvæmi gömlu Ráðstjórnarríkjanna, er þeirra Messías? Sem betur fer er Pútín ekki hér . . . ekki ennþá að minnsta kosti.
Verðum að varðveita evrópsk gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæpur og gagnrýnin hugsun
6.6.2024 | 17:58
Þetta sýnir bara að norræna fangelsismódelið er ekki að virka. Í stað þess að eyða meiri peningum í það þarf að endurhugsa það frá grunni.
Fjölgun fanga blasir við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lög
5.6.2024 | 20:07
Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir: Það er bannað að loka götum án þess að fá leyfi frá lögreglu og þér ber að hlýða lögreglu, við lítum þannig á það." Þetta á ekki að vera spurning um hvernig lögreglumenn eða aðrir líta á" hlutina. Hvað segja lögin? Í 19. grein lögreglulaga nr. 90/1996 segir að almenningi sé skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri. Margir mótmælendur líta þannig á það" að þeir þurfi ekki að hlýða fyrirmælum lögreglu. Svona hlutir verða að vera á hreinu. Annars er voðinn vís bæði fyrir einstaklingana og samfélagið.
Heimild: Vísindavefurinn.
Lögreglumenn pirraðir á orðræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fréttaskýring
4.6.2024 | 19:59
Fréttaskýring Sunnu Valgerðardóttur, sem sagði upp starfi hjá RÚV til að vinna fyrir Vinstri græna, er svona: "Vinstrið kann að vera vont við sig." Hvernig á að túlka þessa fréttaskýringu? Er Sunna að gefa í skyn að vinstrisinnar séu dómgreindarlausir sadómasókistar með sjálfseyðingarhvöt?
Brotthvarf Katrínar gæti haft áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ha?
3.6.2024 | 20:08
Hér er hluti úr frétt á RÚV.is:
Sagði hún [dómsmálaráðherra] að ráðherrar hefðu ekki komist til og frá ríkisstjórnarfundi ef ekki hefði verið fyrir lögreglu.
Lögregla starfar eftir mjög skýru verklagi og gerði það, sagði Guðrún.
Þórhildur Sunna gaf lítið fyrir orð dómsmálaráðherra.
Ráðherra dómsmála á Íslandi getur bara ekki leyft sér að hafa einhverja skoðun á því hvernig lýðræðið virkar og hvernig réttur fólks til að mótmæla virkar.
Ha? Þórhildur Sunna segist styðja skoðana- og tjáningafrelsi en vill taka það af dómsmálaráðherra. Myndi hún fara eftir þessu sjálf ef hún væri dómsmálaráðherra? Ég held ekki enda væri það fáránlegt.
Hefðu ekki komist ferða sinna án aðkomu lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)