Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2025

Orðið, ljósið og myrkrið

Hvort sem fólk er kristið eða ekki er það óumdeilanlegt að til þess að skilja mannkynssöguna og nútímann er nauðsynlegt að hafa grunnskilning á kristni og kristnum gildum. Frá bókmenntalegu og menningarlegu sjónarhorni er Biblían einn af hornsteinum vestrænnar menningar. Er til dæmist til betri byrjun en upphaf Jóhannesar guðspjalls?

Í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði. Or orðið var Guð; það var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem til er orðið. Í því var líf, og lífið var ljós mannanna; og ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefir ekki tekið á móti því.

Íslenskan býður upp á orðaleikinn "sem til er orðið". Ég veit ekki hvort þessi orðaleikur er í grísku en hann er alla vega ekki í enskri þýðingu.

Hér er Bob Dylan lag frá trúartímabili hans. Flestir aðdáendur Dylans voru miður sín þegar hann fór allt í einu að tala um Guð og Jesú og fannst hann hafa svikið sig en það hefur alltaf verið í eðli Dylans að fara sínar eigin leiðir og taka því eins og hverju öðru hundsbiti að vera kallaður Júdas fyrir bragðið.

https://www.youtube.com/watch?v=5LoSJF04Ygw


mbl.is Kirkjusókn ungs fólks hefur aukist síðustu tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskur her?

Ísland er örríki. Íslenskur her yrði örher. Til hvers að eyða peningum í her sem engu gæti breytt ef innrás yrði gerð? Látum nægja að halda upp lögum og reglu í landinu. Það virðist ekki ganga neitt rosalega vel ef marka má fréttir síðustu ára.


mbl.is Meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölbreytni

Þegar reynt er að réttlæta þessar breytingar er mikið talað um fjölbreytni eins og hún sé góð í sjálfu sér. En nám snýst ekki um fjölbreytni heldur hæfni og árangur. Viljum við til dæmis fjölbreytni þegar kemur að útskrifuðum læknum eða viljum við góða lækna sem kunna sitt fag?


mbl.is Fyrir hvern er það gott?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleyg orð

Í greininni stendur: "Frétt­ir um dauða bók­ar­inn­ar eru stór­lega ýkt­ar, svo vitnað sé með óbein­um hætti til Oscars Wilde." Þetta er ekki óbein tilvitnun í Oscar Wilde. Tilvitnunin er eignuð Mark Twain.


mbl.is Menn sem stráfelldu fólk við hvert fótmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jöfnuður eða jafnrétti?

Er hugmyndin sem sagt að refsa þeim sem eru með góðar einkunnir? Það er auðvitað dæmi um "jöfnuð" (equity), sem er ekki það sama og jafnrétti. Svo er fólk að segja að vókið sé dautt. 


mbl.is Segir ósanngjarnt að meta nemendur út frá einkunnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndir Macrons

Hvað er Macron að leggja til? Hvernig ætti Fatah að taka völdin af Hamas? Með því að spyrja Hamas kurteislega um að leyfa Fatah að stjórna á Gaza? Það hefur ekki virkað hingað til. 

Með því að viðurkenna palestínskt ríki "vonast" Macron til þess að Arabaríki sem viðurkenna ekki tilvist Ísraels geri það í kjölfarið. Er það líklegt? Svona hugmyndir eru ekki pólitík. Þetta eru draumórar.


mbl.is Vill Hamas burt og kallar eftir stjórn Fatah á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góða fólkið

Skrítið hvað góða fólkið er fullt af hatri. En kannski ekki svo skrítið. 


mbl.is Létu höggin dynja á Teslu með kylfum og sleggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísl-enska

Er ekki þjóðlegra að segja skyndiskírn í stað þess að hnoða saman ensku og íslensku?

UPPFÆRT: Fyrirsögninni hefur núna verið breytt. Takk! 

 


mbl.is Bjóða skyndiskírn á sumardaginn fyrsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaðarráð

Næst þegar hagrnæðingarhópur verður stofnaður má spara rúmar 7 milljónir með því að í honum sitji eingöngu fólk sem þegar er á launum hjá ríkinu og er þess vegna bara að vinna vinnuna sína.


mbl.is Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar 7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvinsældir og áhrif

Það þarf ekki að koma á óvart að vinsældir Trumps hafi minkað, sérstaklega eftir að tolla-óvissuferð hans hófst, því sú vegferð er árás á öll hagkerfi heims. Lífeyrir alls vinnandi fólks, líka í Bandaríkjunum, er í hættu, svo lítið dæmi sé tekið. Vinsældir Trumps mælast nú 43%-47%. En málið er að vinsældir Demókrataflokksins eru 27%. Sá flokkur virðist ekkert hafa lært af ósigrinum í síðustu kosningum og heldur bara áfram sinni furðuferð út í eyðimörk sósíalískrar forræðishyggju, hroka og dyggðaflöggunar.


mbl.is Óvinsældir Trumps aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband