TikTok og læsi
17.3.2024 | 20:59
Þetta er fínt framtak. En Þorsteinn Dagur segir:
Mesti lærdómurinn í lífinu, hann gerist í frístundinni, hann gerist ekki endilega í skólastofu eða þegar menntamálaráðuneytið skipar þér að læra betri íslensku.
Nýjustu rannsóknir sýna að þriðjungur drengja á Íslandi getur ekki lesið sér til gagns þegar þeir útskrifast úr grunnskóla. Þeir eru greinilega ekki að læra að lesa í frístundum heldur.
Það þarf að styrkja skólastarf og hvetja nemendur til að læra í skólanum og heima í stað þess að gera lítið úr skólastarfi. Það á að vera leikur að læra en til þess þurfa nemendur að leggja svolítið á sig, sjálfs síns vegna. Krafan um að nám eigi að vera afþreying endar með ósköpum. Ef TikTok leysir lestrarhæfni af hólmi erum við í vondum málum.
Dugar ekki að nöldra í ungmennum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stríð og friður
17.3.2024 | 20:31
Nýjasti Forsetaframbjóðandinn, Halla Tómasdóttir, segir:
Ég held að það sé ákaflega mikilvægt að við séum þjóð sem reynir ekki að skipa okkur í lið heldur veljum frið. Við getum verið vettvangur þess í heimi þar sem aðrir velja stríð.
Ísland er nú þegar í liði. Það heitir NATÓ. Vill Halla að Ísland gangi úr NATÓ? Fyrst hún hóf máls á alvörumálum eins og stríði og friði verður hún að svara þessu. Klisjur og málskrúð duga ekki.
Halla meyr að fundi loknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Inngildandi
16.3.2024 | 03:16
Í greininni stendur:
Segir Dagbjört frá heimasíðunni Miðju máls og læsis þar sem finna megi fjölbreyttar upplýsingar um ýmsa siði, allt varðandi inngildandi samfélag hjá okkur. . . .
Inngildandi samfélag. Orðið inngildandi er þýðing á enska orðinu inclusive en þetta hljómar hræðilega að mínu mati. En kannski er ég ekki nægilega inngildandi.
Ramadan-fræðsluefni aðeins til upplýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Betrun eða refsing?
12.3.2024 | 03:57
Þegar kemur að glæpum og refsingu er sænska "betrunarleiðin" greinilega ekki alveg að virka. Kannski læra Íslendingar eitthvað af þessu. Nei nei, auðvitað ekki.
Sprenging í raðhúsi hefndaraðgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lítil hugmynd
11.3.2024 | 21:19
Svo er líka hægt að borða svolítið minna.
Ný pilla slær öðrum megrunarlyfjum við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hm . . .
11.3.2024 | 04:00
Í greininni stendur:
Það þarf ótrúlegt hugrekki fyrir mann í stöðu Bashar Murad að vera jafn frjáls í sköpun sinni og hann er. Vonbrigði að hann vann ekki en stuðningurinn sem hann fékk hér var ótrúlegur. Við megum vera stolt af því. En hann er kannski að etja við öfl sem eru aðeins öflugri en kosningakerfi Söngvakeppninnar ræður við, segir Ragnar.
Ef ég skil þetta rétt þá er Ragnar Kjartansson að ýja að einhverju risasamsæri hér.
Ragnar segir framlag Bashar Murad frábært listaverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Land, menning og tunga
10.3.2024 | 23:19
Það er hárrétt hjá Barry James--sem í gamla daga hefði verið neyddur til að skipta um nafn og kalla sig kannski Bárð Jakob Varðarson--að tungumálið er lykillinn að menningu landsins. En staðreyndin er sú að núna er hægt að búa á Íslandi og tala bara ensku. Það virka upp að vissu marki en afleyðingin er að viðkomandi verður alltaf utangarðs menningarlega og samfélagslega en sumum finnst það ekki nægilega mikið vandamál til að það sé þess virði að læra íslensku.
Að læra tungumálið hleypti mér inn í samfélagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veldi fáránleikans
9.3.2024 | 22:10
Gerður er mikill Eurovision aðdáandi en styrinn sem staðið hefur um keppnina varð til þess að hún neitaði sér um að fylgjast með henni. Þetta sýnir okkur að skoðanakúgun virkar, sem er auðvitað sorglegt. Að RÚV taki þátt í Eurovision en taki mögulega samt ekki þátt í Eurovision er einn eitt dæmið um veldi fáránleikans. Samuel Beckett hefði ekki getað gert betur.
Ekki víst með þátttöku Heru Bjarkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.3.2024 kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Viðkvæmar bullur
8.3.2024 | 06:35
Trump dreifir lygum og óhróðri um alla sem standa í vegi hans en er mjög viðkvæmur fyrir því sem aðrir segja um hann, sem er dæmigert fyrir fólk sem kalla mætti viðkæmar bullur. Á ensku kallast svona fólk victim bullies. En það er spennandi að fylgjast með þessu öllu saman. Ég verð að segja það!
Trump gert að greiða tugi milljóna í málskostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eurovision: Í sextánda sæti
7.3.2024 | 05:19
Stefnum við ekki beint í sextánda sæti? Er það ekki okkar sæti, besta sætið?
Ísland hríðfellur í veðbönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)