TikTok og læsi

Þetta er fínt framtak. En Þorsteinn Dagur segir:

„Mesti lær­dóm­ur­inn í líf­inu, hann ger­ist í frí­stund­inni, hann ger­ist ekki endi­lega í skóla­stofu eða þegar mennta­málaráðuneytið skip­ar þér að læra betri ís­lensku.“

Nýjustu rannsóknir sýna að þriðjungur drengja á Íslandi getur ekki lesið sér til gagns þegar þeir útskrifast úr grunnskóla. Þeir eru greinilega ekki að læra að lesa í frístundum heldur.

Það þarf að styrkja skólastarf og hvetja nemendur til að læra í skólanum og heima í stað þess að gera lítið úr skólastarfi. Það á að vera leikur að læra en til þess þurfa nemendur að leggja svolítið á sig, sjálfs síns vegna. Krafan um að nám eigi að vera afþreying endar með ósköpum. Ef TikTok leysir lestrarhæfni af hólmi erum við í vondum málum.


mbl.is Dugar ekki að nöldra í ungmennum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband