Lenín og Lada
30.4.2023 | 06:07
Lenín lenti á ruslahaugi sögunnar, svo maður noti orðalag Trotskís, en Lada bílar eru ennþá í framleiðslu. Það sýnir okkur kannski að neysluhyggjan, verslun og viðskipti, kapítalisminn eru lífseigari en helstefna vinstri öfgamanna.
Byltingin er dauð--nema kannski í hugum sófa- og kampavínskomma og hægri öfgamanna á borð við Steve Bannon (Sloppy Steve, eins og Trump kallaði hann)--en einkabíllinn lifir . . . ennþá.
Látum ekki grænu varðliðana taka hann af okkur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Meira um samsæri
29.4.2023 | 21:52
Margir, kannski flestir, telja að trú á samæriskenningar hafi aukist. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er þetta ekki rétt. Það ber bara meira á þeim vegna samfélagsmiðla:
If it is hard to change entrenched conspiracy beliefs, the silver lining is that it is also hard to make people believe in conspiracies, contrary to popular conception, [Joseph] Uscinski[stjórnmálafræðingur við Miami háilskólann] says. In 2022 he and his colleagues published research in PLOS ONE that found no evidence that conspiracy beliefs are growing,despite their visibility on social media.
Þessu greinir Scientific American frá 5. apríl síðastliðinn. . . . En fyrir þá sem vilja ekki trúa þessu þá er þetta einmitt það sem ÞEIR vilja að við trúum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Viðbrögð Trumps
28.4.2023 | 23:33
Þegar Trump var spurður um vitnisburð Mike Pence, sagði hann glaðbeittur: "Ég veit ekki hvað hann sagði en ég hef mikla trú á honum."
Pence bar vitni í máli gegn Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frelsi og ábyrgð
28.4.2023 | 08:16
Fólk vill frelsi en þegar kemur að neikvæðum afleiðingum frjáls vals er þær allt í einu samfélagsleg vandamál og ríkiðskattborgarareiga að bjarga málunum. Er hugmyndin um persónulega ábyrgð algerlega gleymd? Erum við öll fórnarlömb núna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um presta
27.4.2023 | 17:49
Stundum finnst manni að Guðsmenn og -konur eigi að vera hafin yfir innbyrðis deilur. En það er auðvitað ósanngjart. Prestar er jú bara fólk og það er flókið að vera manneskja.
En hvað myndi Jesús gera? Hér er brot úr Fjallræðunni:
Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina. Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn gef honum eftir yfirhöfnina líka. Og neyði einhver þig með sér eina mílu þá far með honum tvær. Gef þeim sem biður þig og snú ekki baki við þeim sem vill fá lán hjá þér.
Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. Þannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. Þótt þér elskið þá sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gera ekki tollheimtumenn hið sama? Og hvað er það þótt þér heilsið bræðrum yðar og systrum einum? Það gera jafnvel heiðnir menn. Verið því fullkomin eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.
Svo mörg voru þau orð. Það er ekki auðvelt að vera fullkominn. Og svo má spyrja hvort fullkomnun sé fólgin í því sem hér kemur fram. En hugmyndin er merkileg og falleg.
Segir úrsögn séra Geirs ekki vera stórmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Upprifjun
26.4.2023 | 21:47
Þetta er ágætt tækifæri til þess að rifja upp sögu um einn af þeim sem DV kallaði "óvini Íslands" í grein sem blaðið birti 15. febrúar 2018:
Vladimir Zhirinovsky
Af hverju [er hann óvinur Íslands]? Vildi breyta Íslandi í fanganýlendu
Staða: Rússneskur stjórnmálamaður
Rússneski stjórnmálamaðurinn vakti ugg hjá mörgum Íslendingum árið 1992 þegar hann stakk upp á því að Ísland gæti orðið fanganýlenda Rússlands. Á þessum árum var Zhirinovsky í baráttu um að komast til valda í Rússlandi. Ástæðu þess að Zhirinovsky vildi Íslandi þessi örlög má rekja til viðurkenningar Íslands á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja. Þið hafið kveikt í púðurtunnu. Ísland verður fangelsi fyrir Evrópu, sagði hann í samtali við RÚV.
Þessi hótun varð til þess að ég las loksins Gúlag eyjaklasann eftir Aleksandr Solzhenitsyn. Takk fyrir það, félagi Zhirinovsky.
Fyrsti kjarnorkukafbáturinn kom í heimsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Söknuður
26.4.2023 | 20:18
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, saknar Trucker Carlsons. Carlson kennir Bandaríkjunum um stríðið í Úkraínu, sem rímar við áróður í Rússlandi um að það ætti að kalla stríðið í Úkraínu "stríð Bidens."
Trúa Tucker Carlson og rússneskir áróðursmeistarar því sem þeir segja? Það er annað mál. Þeir eru engin flón.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lög og réttur
26.4.2023 | 19:56
Þetta lag með Ed Sheeran er klisjukennt, eins og flest popplög, en það er enginn grundvöllur fyrir því að saka hann og þann sem samdi lagið með honum um að hafa stolið "Let's Get It On" með Marvin Gaye. Og hananú!
Sagðist ekki vera hálfviti fyrir dómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugmynd
25.4.2023 | 04:51
Hvernig væri að leyfa aðgerðarsinnum sem líma sig fasta við hluti að sitja föstum í stað þess að losa þá? Það er aldrei að vita. Kannski læra þeir eitthvað á því.
Límdu sig við götur Berlínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Herra Carlson og herra Murdoch
25.4.2023 | 00:59
Þetta kemur á óvart en það er enginn ósnertanlegur í fjölmiðlaheiminum eins og nýleg dæmi sanna. Nýjustu fréttir herma að Rupert Murdoch, eigandi FOX, hafi rekið Tucker Carlson. Hann hefur sennilega metið stöðuna svo að þótt Tucker hafi malað gull fyrir FOX árum saman þá sé hann núna til vandræða. Tucker er flæktur í einhver innanhús málaferli hjá FOX. Eigendur líta svo á að enginn sé mikilvægari en fyrirtækið, sem er skiljanlegt.
Tucker Carlson hættir hjá Fox | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)