Upprifjun

Þetta er ágætt tækifæri til þess að rifja upp sögu um einn af þeim sem DV kallaði "óvini Íslands" í grein sem blaðið birti 15. febrúar 2018:

Vladimir Zhirinovsky

Af hverju [er hann óvinur Íslands]?  Vildi breyta Íslandi í fanganýlendu

Staða: Rússneskur stjórnmálamaður

Rússneski stjórnmálamaðurinn vakti ugg hjá mörgum Íslendingum árið 1992 þegar hann stakk upp á því að Ísland gæti orðið fanganýlenda Rússlands. Á þessum árum var Zhirinovsky í baráttu um að komast til valda í Rússlandi. Ástæðu þess að Zhirinovsky vildi Íslandi þessi örlög má rekja til viðurkenningar Íslands á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja. „Þið hafið kveikt í púðurtunnu. Ísland verður fangelsi fyrir Evrópu,“ sagði hann í samtali við RÚV.

Þessi hótun varð til þess að ég las loksins Gúlag eyjaklasann eftir Aleksandr Solzhenitsyn. Takk fyrir það, félagi Zhirinovsky. 


mbl.is Fyrsti kjarn­orku­kaf­báturinn kom í heim­sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ESB með fulltingi Alþingis Íslendinga eru nú að breyta Íslandi í fanganýlendu ESB.

Rússar koma þar hvergi nærri.

Við erum að veða fangar ESB í eigin landi.

Það skyldu þó ekki verða Rússar sem sem eiga eftir að leysa okkur úr haldi?

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 27.4.2023 kl. 12:31

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kannski er tilveran eitt stórt Gúlag, Guðmundur smile Nei nei.

Wilhelm Emilsson, 27.4.2023 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband