Tucker Carlson snýr aftur
7.6.2023 | 09:03
Tucker Carlson sendi út sinn fyrsta þátt á Twitter eins og hann hafði lofað. Hann talaði um Pútín (góður gæi að hans mati) og Zelensky (vondi kallinn að hans mati) og sagði að það sé núna búið að sanna að geimverur séu til. Hann minnti meira á Glenn Beck, sem vinnur heldur ekki lengur fyrir FOX, en sjálfan sig þegar hann var upp á sitt besta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þróun eða hnignun?
6.6.2023 | 23:07
Fjölmiðlar, meðal annars Daily Mail, greina frá því að núna er hægt að fá ókeypis krakk-pípur í sjálfsölum í New York. Ekkert er ókeypis auðvitað. Skattborgarar splæsa. Nú verður hver að dæma fyrir sig. Er þetta jákvæð skapaðaminnkandi þróun? Eða er þetta skaðahvetjandi dæmi um hnignum vestrænnar siðmenningar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslenskt mál og menning
5.6.2023 | 06:44
Ég á bók sem heitir Íslenskir málshættir og snjallyrði. Nanna Rögnvaldardóttir valdi og Forlagið gaf út 2014. Hér eru þrír málshættir úr kaflanum Háð og illyrði:
Leiður kjaftur heldur sér aldrei aftur.
Skemmtileg rím (kjaftur-aftur).
Mikið raup fær spott í kaup.
Rímið svínvirkar (raup-kaup).
Spéleg spurning fær spottlegt andsvar.
Stundum á sá sem spyr kjánalega eða af illum hug skilið að fá á baukinn.
Sumir ætla að þvo sín lýti með lastmælum um aðra.
Þetta á sennilega aldrei betur við en núna. Stuðlunin gefur hugsuninni kraft (lýti-lastmælum).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Boð og bönn
4.6.2023 | 07:30
Og núna er komin krafa inn á borð sömu skólayfirvalda í Utah-ríki, þar sem 60.7% íbúa voru mormónar árið 2019, um að banna Mormónsbók. The Guardian greinir frá þessu. Kvartað var yfir lýsingum á ofbeldi, þar á meðal orrustum, afhöfðunum og mannránum. Hvað gera mormónar þá?
Grunnskólar í Utah banna biblíuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fall forseta
3.6.2023 | 23:25
Gerald R. Ford, sem var forseti Bandaríkjanna frá 1974 til 1977, er yfirleitt talinn klaufalegasti forseti Bandaríkjanna. Hann datt bæði upp og niður flugvélastiga. Á Íslandi var stundum sagt að hann gæti ekki gengið og tuggið tyggjugúmmí samtímis. Hann var auk þess ekki orðheppinn maður. Hann sagði til dæmis: "Ef Lincoln væri á lífi í dag myndi hann snúa sér við í gröfinni." En enginn er fullkominn.
Fallið gæti reynst Biden stórt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fram og aftur blindgötuna
2.6.2023 | 21:15
Ég sé ekki betur en að HR berjist gegn fordómum með því að mismuna strákum og stelpum. Svona endar pólitískur rétttrúnaður stundum í siðferðislegri blindgötu.
Íhuga að bjóða strákum í sér kynningarferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tilgáta
1.6.2023 | 22:08
Svo er líka möguleiki að sumir muni ekki mikið eftir tónleikunum vegna þess að: a) viðkomandi var upptekinn í snjallsímanum sínum b) lögin hennar Taylor Swift eru ansi keimlík c) athygligáfu hefur hrakað vegna net- og snjallsímanotkunar.
Aðdáendur Swift tilkynna minnisleysi eftir tónleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Almenningur
1.6.2023 | 20:38
Mig grunar nú að meirihluti þessa fræga "almennings" sjái um leið að þetta er lýðskrum.
Almenningur ákveði laun þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Menn og maskínur
1.6.2023 | 08:03
Þessir gæjar þróa gervigreind og segja svo að hún sé svo hættuleg að hún geti útrýmt mannkyninu. Er þetta dæmi um algert dómgreindarleysi eða er þetta dæmi um athyglissýki og aðferð til að auglýsa fyrirtækin sín?
Hvað um það, ég mæli með að allir horfi á 2001: A Space Oddyssey eftir Stanley Kubrick. Ofurtölvan HAL 9000 er ein mest spennandi "persóna" kvikmyndsögunnar.
Óttast að gervigreind geti útrýmt mannkyninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)