Ungliðar og útlendingalög

Er það bara ég eða hljómar yfirlýsing ungliðahreyfinganna þrettán eins og þær telji að stjórnvöld á Íslandi séu samsafn af ómennum sem viti ekki einu sinni hvað mannréttindi eru? Vinstri grænir segjast styðja útlendingafrumvarpið. Eru þeir líka vondir að mati ungliðahreyfinganna? Ungliðahreyfingar stjórnarflokkanna skrifa ekki undir yfirlýsinguna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, skrifar heldur ekki undir.  


mbl.is 13 ungliðahreyfingar fordæma frumvarp ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðjan á hreyfingu

Miðjan er að færast til hægri segir CNN, sem er svosem engin opinberun.


mbl.is Róttækir sækja á en hófsamir halda velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli og refsing

Árið 2020 var aðgerðasinni No Borders samtakanna sakfeldur fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu og brjóta þar með 19. grein lögreglulaga. Honum var ekki leyft að áfrýja dómnum. 


mbl.is „Tján­ing­ar­frelsið gild­ir jafnt um ólík­ar skoðanir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frúin í Frankfúrt

Þessi frétt setti af stað hugrenningatengsl við þýska bíómynd sem ég sá fyrir langa löngu og heitir Happy Birtday, Türke! Söguhetjan er einkaspæjari sem fæddist í Tyrklandi en ólst upp í Þýskalandi. Hann er staddur í fínu hverfi í Frankfúrt ef ég man rétt og er að tala við virðulega eldri konu. Eftir samtalið segir hún við hann: "Þú talar bara alveg ágætis þýsku." Hann svarar: "Þú líka." Frúin í Frankfúrt átti ekki von á þessu. 


mbl.is Tugþúsundir mótmæltu um allt Þýskaland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingja

Inlegg Indriða. 


mbl.is Hamingja landsmanna fer hnignandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög unga fólksins

Núna er rétti tíminn til að hlusta á "Hells Bells"!


mbl.is Seint eldist Young
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókaþjóðin

Eru stjórnendur höfuðborgar bókaþjóðarinnar virkilega svo metnaðarlausir að þeir geta ekki haldið bókasöfnum opnum?


mbl.is Rithöfundar mótmæla lokunum bókasafna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forysta

Sumir myndu kannski spyrja, Forysta yfir hverju?


mbl.is VG flýta landsfundi: Kosið um nýja forustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byltingarmaðurinn Bannon

Steve Bannon er nokkuð merkilegur fír. Hann er byltingarsinnaður hægrimaður. Ein af fyrirmyndum hans er Vladímír Lenín. Hægrisinnaðir og vinstrisinnaðir byltingarmenn eiga margt sameiginlegt. Bannon er líka dæmdur glæpamaður. Eins og vinstrisinnað byltingarfólk sem telur sig „réttu megin sögunnar" virðir hann ekki leikreglur lýðræðislegs réttarfars. Yfirvöldum ber skylda til að verja samfélagið gegn fólki eins og Bannon, sem svífst einskis og gengur alltaf eins langt og hann getur. Meira að segja Trump sagði að Bannon hefði misst vitið eftir að Bannon missti starf sitt í Hvíta húsinu sem ráðgjafi Trumps. En Bannon hefur ekki misst vitið. Hann veit vel hvað hann er að gera, alveg eins og Lenín.


mbl.is Steve Bannon í fangelsi þann 1. júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páll og Pútín

Ofurbloggarinn Páll Vilhjálmsson heldur því fram að Pútín sé von Evrópu." Hvað veldur því að fólk sem ætti að vita betur er svo örvæntingarfullt og ráðvillt að gamall KGB-maður, skilgetið afkvæmi gömlu Ráðstjórnarríkjanna, er þeirra Messías? Sem betur fer er Pútín ekki hér . . . ekki ennþá að minnsta kosti.


mbl.is „Verðum að varðveita evrópsk gildi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband