Færsluflokkur: Bloggar
2 blogg um fréttina
6.5.2014 | 22:34
Eitt blogg við fréttina og það er eftir Pál sjálfan. Ég varð að bæti við öðru bloggi. Annars er tilfallandi athugasemd Páls of einmanaleg. Páll er ekki einn í heiminum.
![]() |
Páll sýknaður í meiðyrðamáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Framsókn til framtíðar?
4.5.2014 | 22:00
Farðu í rass og rófu og ríddu grárri tófu," segir Guðni í þættinum Sunnudagsmorgunn og telur sig vera að endursegja það sem sagt var við flugnema á Reykjavíkurflugvelli. "Var það nokkuð orðað nákvæmlega þannig?" bendir Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV, á.
Nokkrum andartökum síðar segist Guðni ekki vera klámfenginn. En bætir svo við að hann hafi verið píndur" til að segja grófa brandara. Guðni er gamaldags, og ekkert að því í sjálfu sér, en hann virðist alla vega hafa tileinkað sér fórnarlambs-hugsunarháttinn sem er svo vinsæll í dag.

![]() |
Guðni: Ég plægði akurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Hurricane"
21.4.2014 | 00:28
Hér er hljómleikaútgáfa af laginu "Hurricane" með Bob Dylan.
![]() |
Hurricane Carter fallinn frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Menn og ábyrgð
20.4.2014 | 22:42
Það fylgir því ábyrgð að vera kristin manneskju," segir biskupinn. Það fylgir því fyrst og fremst ábyrgð að vera manneskja. Maður er maður fyrst, svo velur hann, eða lætur aðra velja fyrir sig, hverju hann trúir. Mannkynið hefur trúað mörgum goðsögum í gegnum tíðina og mun ekki hætta því í bráð. Þeir sem ekki trúa á yfirnáttúrulegar verur, trúa oft á menn eða kenningar sem lofa öllu fögru--og það kemur þeim oft í koll. Það er ástæða fyrir því að orðið trúgirni" er ekki jákvætt orð.
En hvað um það, Bíblían er samgróin vestrænni menningu, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, og í henni er margt gagnlegt, eins og til dæmis þetta:
Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn,
hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn,
En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.
Fyrra bréf Páls til Korintumanna (13:11)
![]() |
Lífið er sterkara en dauðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.4.2014 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Achmed á Fox sjónvarpsstöðinni
20.4.2014 | 00:54
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bylting?
19.4.2014 | 04:53
Aðal byltinging er að núna er auðveldara en nokkru sinni fyrr að fylgjast ekki með í kennslustund.
![]() |
Snjalltækni til byltingar í skólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Dani krossfestur
18.4.2014 | 19:32
Eftirfarandi var haft eftir danska kvikmyndagerðamanninum og áhættuatriðaskipuleggjandanum, Lasse Spang Olsen, sem lét krossfesta sig: Þetta var frábær upplifun milli mín og Guðs. Þetta var frábært. Þetta var gaman." Reyndar hékk hann bara á krossinum í rúmlega tíu mínútur og fékk svo læknisaðstoð.
Danskur húmor kannski?
Ég veit hvað amma mín hefði sagt um þessa uppákomu. Hún hefði sagt: Bölvaðir fáráðar eru þetta."

![]() |
Árleg krossfesting á Filippseyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rautt, grænt og grátt
17.4.2014 | 05:16
Í stúdentauppreisninni í Frakklandi 1968 var Daniel Cohn-Bendit þekktur sem Dany le Rouge" (Danni rauði) vegna róttækra skoðanna sinna og hárlitarins. Þá var hann anarkisti. Nú er hann grænn og hárið er grátt. Svolítið fyndið að gamli anarkistinn skuli vera orðinn svona mikill Evrópusambandssinni.

![]() |
Hættur eftir 20 ár á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
T-34
17.4.2014 | 03:39
Þeir sem gleyma sögunni eiga á hættu að endurtaka hana. Þess vegna væri það fásinna að fjarlægja skriðdrekana.

![]() |
Skriðdrekarnir fara hvergi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Wogan
17.4.2014 | 02:52
Ég var á Englandi 1990 þegar Stjórnin flutti Eitt lag enn" ("One More Song") í Eurovision og ég horfði á hluta af keppninni. Æskuvinur minn var í Stjórninni, þannig að mér fannst ég yrði að sína smá lit.
Eftir að lagið hafði verið flutt sagði Terry Wogan eitthvað á þessa leið: This was Iceland with 'One More Song'" . . . Maybe one was enough." Ég er ekki mikill aðdáandi þessarar keppni, eða lagsins, en ég fékk nett þjóðernhyggjukast yfir hrokanum í Wogan. Svo endaði íslenska lagið í fjórða sæti og hið breska í sjötta sæti. Ha ha.
![]() |
Bretar semji almennilegt lag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)