Færsluflokkur: Bloggar
Öfgar
19.8.2024 | 04:46
Fyrsta setning greinarinnar er lýsandi fyrir vandann sem fylgir því að reyna að stjórna skoðunum fólks: "Öfgafull kvenfyrirlitning verður álitin sem öfgahyggja undir nýrri ríkisstjórn í Bretlandi." Er "venjuleg" kvenfyrirlitning þá í lagi? Og hvernig eru þessi hugtök skilgreind? Það má færa góð rök fyrir því að öfgarnar felist í því að stjórnvöld ætli sér að stjórna hugsunum þegnanna.
![]() |
Kvenfyrirlitning verði skoðuð sem öfgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ályktanir Vinstri grænna
18.8.2024 | 21:21
Eins og Sigurjón Þórðarson hefur bent á hér á Moggablogginu minnast Vinstri grænir ekki einu orði á Hamas í ályktun sinni um málefni Palestínu og stríðið á Gaza. Það er svolítið eins og að álykta um innrás Þjóðverja í Póland en minnast ekki á Nasistaflokkinn. Það sem er grátbroslegast við þessa ályktun er að ef Vinstri grænir eru að reyna að vinna sér inn prik hjá aðgerðasinnum þá er ályktunin ekki nægilega róttæk. Vinstri grænir þyrfðu í það minnsta að krefjast þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og beiti landið refsiaðgerðum. Allt annað er svik við málstaðinn að mati aðgerðasinna. En allar svona einhliða ályktanir eru auðvitað vatn á millu Hamas.
![]() |
Vinstri græn fordæma ákvörðun Bjarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eyðilandið og tvær tegundir sósíalista
18.8.2024 | 00:09
Eftirfarandi gefur góða innsýn í ákveðna tegund sósíalista:
Að lokum ætla ég bara að segja: Við ætlum ekki að gefast upp. Við ætlum ekki að leyfa frjálshyggjunni að sigra, sagði Guðmundur á flokksráðsfundinum.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er starfandi formaður Vinstri grænna eftir að fyrrverandi formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sá sér leik á borði--því hún vissi sem var að flokkurinn og ríkisstjórnin sem hún stýrði voru dauðadæmd--og bauð sig fram til forseta. En hún hafði ekki erindi sem erfiði og biðlar nú til stuðningsfólks síns um að borga það sem eftir er af skuldum framboðsins. Sósíalistar og ófyrirleitnir kapítalistar eiga það sameiginlegt að það er alltaf einhver annar sem á að borga brúsann.
En hvað um það, Guðmundur Ingi er annars eðlis en Katrín. Þótt skriftin sé á veggnum og Vinstri grænir hafi verið vegnir á vogarskálum lýðræðisins og léttvægnir fundnir heldur Guðmundur Ingi áfram baráttunni við "frjálshyggjuna"--sem flestir eru nú hættir að æsa sig yfir því hún er í raun bara lögmálið um framboð og eftirspurn. Í stað þess að endurmeta stöðu flokksins sem hann stýrir heldur Guðmundur Ingi enn lengra út í eyðiland vinstrimennskunnar, þótt það þýði auðvitað bara endanlega tortímingu Vinstri grænna. Að sumu leyti getur maður ekki annað en dáðst að Guðmundi Inga fyrir að trúa á sósíalismann fram í rauðan dauðann, en aðalega er það sem hér er í gangi dæmi um náttúruval. Leiðtogar sem læra ekki af reynslunni og eru blindaðir af gjaldþrota hugmyndafræði geta ekki búist við öðru en ósigri á vígvelli stjórnmálanna.
![]() |
Ætlum ekki að leyfa frjálshyggjunni að sigra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hungur og hugmyndafræði
17.8.2024 | 21:56
Hér er brot úr greininni:
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, lokaði landamærum landsins kyrfilega í byrjun heimsfaraldursins en takmörkunum fór aðeins að létta fyrir um ári síðan. Lokunin kom meðal annars í veg fyrir að nauðsynjavörur komust ekki inn í landið sem gerði það að verkum að mikill matarskortur ríkti í landinu.
Sósíalismi er alltaf ávísun á matarskort, vegna þess að alvöru sósíalistar hata markaðinn svo mikið að þeir vilja frekar að fólkið svelti en hætta á það að hugmyndafræði markaðarins grafi undan hugmyndafræði sósíalismans. Lenín og félagar lofuðu fólkinu brauði, landi og friði. En það sem fólkið fékk var hungursneyð, gúlög og borgarastyrjöld. En þetta var allt þess virði, að mati bolsévika, því það var nauðsynlegt til þess að sósíalisminn lifði af. Öllu sem var ekki sósíalismi varð að eyða. Kerfið var allt. Einstaklingurinn var ekkert. En þar sem sósíalismi er við völd fær flokkselítan alltaf nóg að borða. Það bregst ekki.
![]() |
Norður-Kórea opnar landamærin fyrir ferðamenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gaslýsing um stjórnendur Gasa
15.8.2024 | 05:19
Það væri hægt að skrifa heilt ritsafn um það sem er gagnrýnivert í málflutningi Magneu Marínóssdóttur, en ég ætla bara að benda á tvennt. Í greininni stendur:
Síðan er það ekki fyrr en 2001 eftir árás Al-Qaeda á tvíburaturnana sem að Evrópusambandið skilgreinir Hamas sem hryðjuverkasveit.
Segir Magnea það aftur á móti ekki hafa fallið í góðan jarðveg og gerði Hamas athugasemd við að hafa verið bætt á hryðjuverkalistann.
Einmitt. Það féll ekki í góðan jarðveg hjá hryðjuverkasamtökunum Hamas að vera bætt á hryðjuverkalistann. Sér hún ekki hvað þetta er grátbroslegt?
Þessi grein er ein löng gaslýsing um að hryðjuverkasamtökin Hamas séu ekki hryðjuverkasamtök. Evrópusambandið og Samtök Ameríkuríkja skilgreina Hamas sem hryðjuverkasamtök og það gera einnig eftirfarandi lönd: Ástralía, Kanada, Bandaríkin, Japan, Ísrael, Paragvæ, Nýja Sjáland, og Stóra Bretland og Norður Írland.
![]() |
Fólk styður Hamas af mismunandi ástæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ekkert bóluefni
15.8.2024 | 04:01
COVID var faraldur sem er að mestu búinn. Spjaldtölvu- og snjallsíma-faraldurinn er rétt að byrja. Og það er ekkert bóluefni. Góða skemmtun!
![]() |
Ný rannsókn: Skjátími barna hefur afleiðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um "menningarnám"
15.8.2024 | 01:39
Í greininni stendur:
Felur í sér menningarnám
Brynja Pétursdóttir er einn sá Íslendingur sem þekkir hvað best til hip hop-menningarinnar sem breik fellur undir. Hún hefur rekið Dans Brynju Péturs, þar sem kenndir eru hip hop-stílar, í 20 ár og dvelur mjög reglulega í New York, heimaborg breiksins, þar sem hún á í miklu samtali við frumkvöðla og áhrifavalda innan senunnar.
Á dögunum birti hún myndband á TikTok þar sem hún gagnrýndi framgöngu Raygun og færði rök fyrir því að hún fæli í raun í sér menningarnám, það er arðrán á þáttum úr menningu undirokaðra hópa.
Ef við tökum hugmyndina um "menningarnám" alvarlega þá segir það sig sjálft að Brynja Pétursdóttir er sjálf að fremja "menningarnám" með því að kenna hip-hop stíla. Hugmyndin um "menningarnám" er mjög vafasöm, svo ekki sé meira sagt, en ef fólk tileinkar sér hana, eins og Brynja gerir greinilega, þá er lágmark að það sé sjálfu sér samkvæmt.
![]() |
Ástralski breikdansarinn skaðar menninguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hugleyðing um edrúmennsku og "skaðaminnkun"
14.8.2024 | 05:14
Er það bara ég eða eru þessar endalausu fréttir af edrúmennsku orðnar svolítið þreytandi? Er það virkilega frétt að einhver manneskja, sem maður hefur aldrei heyrt um, hafi hangið þurr í nokkur ár? Ég væri frekar til í að lesa frétt um einhvern sem missti gjörsamlega tökin á edrúmennskunni.
En núna þegar "skaðaminnkun" virðist vera orðin opinber hugmyndafræði heilbrigðisyfirvalda þá má maður kannski búast við því að fólk hætti að hætta að drekka, en haldi þess í stað áfram að djúsa til að "fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem hljótast af notkun vímuefna fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa," svo ég leyfi mér að vitna í vefsíðu Rauða krossins ("Frú Ragnheiður: Skaðaminnkun"). Áfengissjúkt fólk má sennilega fara að hlakka til þess að því sé veitt þjónusta í "nærumhverfi einstaklinga" af "heilbrigðismenntuðum aðila". Er það ekki rökrétt framhald "skaðaminnkunnar"? Þá verða kannski allir rosalega glaðir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Uppspretta lekans
13.8.2024 | 19:20
Samkvæmt fréttum voru tölvupóstsreikningar hins illræmda stuðningsmanns Trumps, Rogers Stone, hakkaðir. Það er gæinn sem er með mynd af Richard Nixon tattóveraða á bakið á sér.
![]() |
Gagnaleki úr herbúðum Trumps |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Musk og Trump spjalla
13.8.2024 | 03:59
Jæja, þá eru Musk og Trump búnir að spjalla saman. Musk þurfti að fresta samræðunum--hann kaus að nota það orð frekar en "viðtal"--vegna tæknilegra erfiðleika eða tölvuárásar. Það er víst ekki á hreinu hver ástæðan var. Hlustendur voru 1,324,994 þegar mest var. Það sem ég heyrði af spjallinu var frekar rólegt og vinsamlegt. Musk er ekkert sérstaklega líflegur í samræðum en hann lítur á Trump sem bandamann í baráttu sinni við það sem Musk kallar "woke hugsana-vírusinn" og Trump hlýtur að vera ánægður með það að Musk styður hann. Trump er yfirleitt skemmtilegastur þegar hann er að rífast við fólk, þannig að þar sem því var ekki til að dreifa í þetta sinn var samtalið frekar orkulítið að mínu mati. Fólk eins og ég vill drama!
![]() |
Trump rýfur þögnina á X |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)