Færsluflokkur: Bloggar
Trump og kappræður
3.8.2024 | 09:54
Í greininni stendur:
Einnig er möguleiki á að frambjóðendurnir muni mætast hjá ABC News 10. september.
Þetta er rangt. Trump er búinn að segja að hann ætli ekki að mæta í kappræður á ABC fréttastofuna. Hér eru hans eigin orð:
I have agreed with FoxNews to debate Kamala Harris on Wednesday, September 4th. The Debate was previously scheduled against Sleepy Joe Biden on ABC, but has been terminated in that Biden will no longer be a participant, and I am in litigation against ABC Network and George Slopadopoulos, thereby creating a conflict of interest.
Þetta segir hann á TruthSocial. Og þannig er nú það.
Trump samþykkir kappræður við Harris á Fox | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rauðar götur
2.8.2024 | 02:28
Anarkismi í umferðinni. Hvað gæti hugsanlega farið úrskeiðis?
Akureyrarbær býr til shared space | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góður/ekki góður maður
31.7.2024 | 19:40
Það er í fyrsta lagi sorg að þessi góði maður og leiðtogi, einn helst leiðtogi Palestínumanna í baráttu fyrir friði og frelsi, skuli hafa verið myrtur í pólitísku morði, segir Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður félagsins Ísland-Palestína, í upphafi greinarinnar. Stuttu síðar segir Sveinn: Ég ætla ekki að fara dæma. Ég held að það sé Guðs að dæma ekki mín, hver sé góður og ekki góður. Það voru ekki mín orð að hann væri góður maður, segir Sveinn.
Það voru bókstaflega orð Sveins í sama viðtali að Ismail Haniyeh, leiðtogi hryðjuverka samtakanna Hamas, hafi verið góður maður.
Sorg að þessi góði maður hafi verið drepinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Úff!
31.7.2024 | 01:08
Rosalega er þetta hallærislegt og nett rasískt í þokkabót. Woke aðskilnaðarstefna.
Hvítir gaurar fyrir Harris söfnuðu milljónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vandamál?
30.7.2024 | 01:01
Í greininni stendur:
Fjöldi fólks hefur lýst yfir áhyggjum sínum af því að hefðbundin kynjahlutverk séu orðin að tískufyrirbæri en bæði Neeleman og Smith eru heimavinnandi og hugsa um börnin á meðan eiginmenn þeirra eru útivinnandi.
Er þetta virkilega vandamál? Mega konur ekki gera það sem þær vilja? Eru óhefðbundin kynjahlutverk góð en hefðbundin kynjahlutverk vond?
Hefðbundin kynjahlutverk nýtt tískufyrirbæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Trump
29.7.2024 | 02:47
Trump: Alltaf jafn hjálpsamur!
Eftir fjögur ár þurfið þið ekki að kjósa aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ein þesa um kommúnisma
27.7.2024 | 02:05
Kommúnistar óttast alltaf vilja fólksins.
Fá ekki að fylgjast með kosningum í Venesúela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orð og ofbeldi
26.7.2024 | 22:52
Í greininni stendur:
Þegar fólk er smættað fyrir að hafa orðið fyrir ofbeldi eða það er kallað drusla fyrir klæðaburð sinn og hafi þá á einhvern hátt verðskuldað ofbeldið sem það hefur orðið fyrir. Þá erum við að reyna taka nafnið drusla til baka og brennimerkja okkur öll sem druslur, segir Lísa.
Sögnin "að brennimerkja" er mjög triggerandi og ofbeldisfull. Er það eðlilegt að vilja "brennimerkja" alla með orðinu "drusla"? Þeir sem vilja nota þetta orð um sjálfan sig mega að sjálfsögðu gera það--ég skil hugmyndafræðina á bak við það--en að þröngva þessu orði upp á þá sem kæra sig ekki um það er allt annað mál. Sýnum hvort öðru virðingu. Brennimerkjum ekki hvort annað með orðum.
Finna fyrir auknu mótlæti í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Lausn eða lýðskrum?
26.7.2024 | 21:39
Ef Trump er með pottþétta friðarlausn þá ber honum skylda til að opinbera hana strax. Allt annað er lýðskrum.
Trump lofaði að binda enda á átök á Gasasvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Lausnir
24.7.2024 | 21:51
Er þetta virkilega hans framlag? Gerið betur? Maður hefði nú haldið að vinnumarkaðsráðherra vissi aðeins meira um markaðinn en að halda að þetta virki. Þetta minnir svolítið á stjórnanda sem hefur ekkert annað fram að færa en að hvetja starfsfólk að "hugsa í lausnum" eða "hugsa út fyrir kassann".
Skorar á verslunina í landinu að gera betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)