Færsluflokkur: Bloggar

Lenínstræti

Friðarstræti verður Lenínstræti. Það segir kannski allt sem segja þarf. Pútín kallaði hrun Sovétríkjanna stærstu geopólitísku ógæfu tuttugustu aldarinnar. Nú vantar bara Stalínstræti.


mbl.is Maríupól eyðilögð og endurbyggð sem rússnesk borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver verður tilnefndur næst?

Hver verður tilnefndur næst? Drakúla? Svarthöfði?


mbl.is Erdogan tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan um söguna

Við lifum á tímum þegar nýpúrítanar endurskrifa söguna, sem er í sjálfu sér ekkert óvenjulegt. Það er alltaf verið að endurskrifa söguna. Samkvæmt fræðum þessa hóps, sem er orðinn ansi valdamikill, er málverkið af Leifi Eiríkssyni enn eitt dæmið um "hvíta yfirburðahyggju" og þeir sem samþykkja það ekki eru, meðal annars, sakaðir um að vera haldnir "hvítri viðkvæmni" ("white fragility"). Það er svolítið merkilegt hvað fræðingar sem telja sig vera að berjast gegn rasisma geta verið rasískir. Þetta heilkenni kallar málfræðingurinn John McWhorter woke rasisma ("woke racism"). 

Og ekki orð um það meir.


mbl.is Umdeildur flutningur Leifs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókmenntir

Bókmenntir eru stórhættulegar. Það er öruggast að banna þær bara.


mbl.is Ritskoða barnabækur sem allir kannast við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listin að semja

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði greinina “Nokkur orð um heimsvaldastefnu NATO og hvítan femínisma”, sem birt var í Kjarnanum 19. ágúst 2021. Greinin gefur til kynna að þegar kemur að samningaviðræðum gæti verið erfitt að ganga að öllum kröfum hennar.

Greininni lýkur svona:

“Það sem kallað hefur verið ‘lýð­ræð­is­upp­bygg­ing’ í Afganistan af einni fyrrum íslenskri starfs­konu NATO í land­inu er þvert á móti risa­vaxin til­raun í heims­valda­stefnu, fram­kvæmd af grimmd og glæp­sam­legu áhuga­leysi um vel­ferð fólks­ins í Afganistan; kvenna, barna og karla. 

Vest­rænir ‘bjarg­vætt­ir’ með kven­frelsiskyndil­inn í annarri hendi og hríð­skota­byssu í hinni eru nú enn einu sinni afhjúpaðir fyrir augum heims­byggð­ar­innar sem útsend­arar rot­innar heims­valda­stefnu, þátt­tak­endur í einu sið­laus­asta verk­efni mann­kyns­sög­unn­ar.

 

Ég set fram þær kröfur …

Vegna alls þessa sem ég hef hér upp talið fæ ég því ekki orða bund­ist: 

Ég set hér með fram þá kröfu að Ísland taki á móti flótta­fólki af mann­úð, og með vin­semd og virð­ingu að leið­ar­ljósi. 

Ég set fram þá kröfu að Ísland gangi úr hryðju­verka­sam­tök­unum NATO. 

Ég set fram þá kröfu að Ísland biðj­ist afsök­unar á þátt­töku sinni í glæp­sam­legum inn­rásum og stuðn­ingi við heims­valda­sinnað og rasískt ofbeldi NATO og Banda­ríkj­anna.  

Ég set fram þá kröfu að Ísland berj­ist á alþjóða­vett­vangi fyrir frið­sam­legum lausnum í alþjóða­málum og hætti að taka þátt í að kynda ófrið­ar­bál af for­hertri heimsku og yfir­borðs­mennsku.

Ég set fram þá kröfu að almennum borg­urum sem þolað hafa ofbeldi NATO og Banda­ríkj­anna í Afganistan verði greiddar miska­bæt­ur. 

Og ég set fram þá kröfu að við segjum skilið við þann hroka­fulla, heims­valda­sinn­aða og rasíska hvíta femín­isma sem ráðið hefur ríkjum í Stjórn­ar­ráð­inu og við stefnu­mótun Íslands í utan­rík­is­mál­um. Slíkur femín­ismi á heima á rusla­haugum sög­unn­ar. Tími raun­veru­legrar sam­stöðu með alþýðu ver­ald­ar, kon­um, börnum og mönn­um, er runn­inn upp. 

 

Sú sam­staða er femín­ismi sem við getum öll stutt og barist fyr­ir.”

 

Svo mörg voru þau orð. Trotskí gerði hugtakið “ruslahaugar sögunnar” frægt og mig grunar að Sólveig Anna sé sammála því að hún eigi meira sameiginlegt með Trotskí en hefðbundnu íslensku vinstrafólki.

 

 


mbl.is Vonbrigði í Karphúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á vegum úti

Það jafnast ekkert á við íslenskan vegaborgara með eggi, frönskum og kokteilsósu. En er það til of mikils mælst að veitingastaðir á Íslandi beri íslensk nöfn? Þessi ensku nöfn eru svo hallærisleg.


mbl.is Verð á hamborgurum í hæstu hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetakosningar

Það styttist í forsetakosningar í Bandaríkjunum. Auðvitað er of snemmt að spá, en það kæmi mér ekki á óvart ef Ron DeSantis yrði næsti forseti Bandaríkjanna. 


mbl.is Segir nauðsynlegt að skipta um forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lindsey

Lindsey Graham er nú reyndar maður en ekki kona. í greininni stendur: "Dóm­stóll­inn mun vilja heyra frá Gra­ham vegna sím­tals sem hún átti við Brad Raffen­sper­ger, inn­an­rík­is­ráðherra Georgíu-rík­is, í kjöl­far kosn­ing­anna 2020 þar sem hún á að hafa spurt hann um mögu­leik­ann á að end­ur­skoða ákveðin utan­kjör­fund­ar­at­kvæði í Georgíu til að kanna mögu­leik­ann á hag­stæðari niður­stöðu fyr­ir Trump."


mbl.is Helstu bandamönnum Trump verið stefnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum vélmennin

Við erum vélmennin sungu Krafwerk um árið. Kannski er svolítið til í því.

 


mbl.is Vélrænn félagsskapur í faraldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðskapur dagsins

Er þetta lag um þig? tongue-out Ágætis létt rokk með skemmtilega sætbeiskum texta. Ef bakröddin er kunnugleg, þá er ástæðan sú að Mick Jagger er þar að verki.

You had me several years ago when I was still quite naive

Well, you said that we made such a pretty pair and that you would never leave

But you gave away the things you loved

And one of them was me

 

I had some dreams they were clouds in my coffee, clouds in my coffee and

You're so vain

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband