Færsluflokkur: Bloggar

Trump á krossgötum

Trump stendur á krossgötum. Ætlar hann að standa með Pútin eða eigin þjóð? Sú staðreynd að hann segist núna ætla að ráðfæra sig við leyniþjónustuna, sem hann hefur áður gert lítið úr, gefur til kynna að hann átti sig loksins á alvarleika málsins fyrir hann sjálfan. 

 


mbl.is Trump ræðir við leyniþjónustuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

David Allan Coe, "River"


Ísrael og USA

Án Bandaríkjanna væri Ísrael mun fátækara. Bandaríkin hækkuðu nýlega stuðning við Ísrael um 27%. Á næstu tíu árum munu Bandaríkin styrkja Ísrael um 38 milljarða dollara.

Heimild: The Atlantic


mbl.is Ísraelar beita ríkin eigin refsiaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanada

Þetta er semsagt allt Kanada að kenna. Dásamlegt.


mbl.is Pútín er reiður uppljóstraranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólakveðja

Fyndin og falleg stund á Alþingi Íslands. Meira svona! Gleðileg jól!

Tinni


mbl.is Las upp vitlaust ártal á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hærri skattar

Eru hærri skattar virkilega það sem Íslendingar þurfa? Er það nema von að vinstrimenn séu ekki vinsælli en þeir eru. Staðallausn þeirra er annað hvort hærri skattar eða bann. Ég kýs frelsið! Og hana nú! :0)


mbl.is „Við erum að horfa á tímasprengju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrslit

Trump heldur áfram að vinna og Clinton heldur áfram að tapa. Og þetta virkaði all svo pottþétt hjá henni. Það er ekkert fast í hendi.

Og nú er að bíða og sjá hverning Trump spilar úr spilunum.


mbl.is Staðfestu Trump í embætti forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingstörf þá og nú

Í greininni stendur:

Á sama tíma og störf þings­ins hafa í raun lítið sem ekk­ert breyst hafi ytra um­hverfi breyst mikið og vís­ar Hauk­ur til krafna nú­tím­ans um vönduð vinnu­brögð, skil­virkni og mál­efna­lega, hnit­miðaða og skilj­an­lega umræðu sem eru orðnar há­vær­ar.

Það er gott framtak hjá Hauki Arnþórssyni að rannsaka sögu þingstarfa, en er það bara nútíma krafa að vinnubröðgð séu vönduð? Hefur sú krafa ekki alltaf verið fyrir hendi?  


mbl.is Þingstörfin einkennast af átökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Who "My Generation"


Það sem byssumaðurinn sagði

Byssumaðurinn hrópaði: „Allah er mikill!" Einhverra hluta vegna minnast þær fréttir sem ég hef séð hingað til ekki á það. Hann sagði einnig, eins og fram kemur í fréttum: „Við deyjum í Aleppo. Þú deyrð hér."

UPPFÆRT: Nú sé ég að Daily Mail tekur fram að byssumaðurinn, sem var lögreglumaður, hafi sagt: „Allah er mikill!"

Byssumaður  


mbl.is Sendiherra Rússa skotinn í Tyrklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband