Færsluflokkur: Bloggar

Daður

Hvernig daðrar maður vísvitandi við andúð? En í alvöru, með umælum sínum "daðrar Halldór vísvitandi við skoðanakúgun." Þennan leik er hægt að leika endalaust.


mbl.is Ummæli Halldórs „gersamlega fráleit“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta útspil

Mig grunar að Sigmundur Davíð hverfi ekki þegjandi og hljóðalaust af sjónarsviðinu. Nú er að sjá hvert hans næsta útspil verður. Ef hann hefur lært eitthvað hefur hann sig hægan, en ég held að hann hafi ekki lært nokkurn skapaðan hlut og reyni að kenna öllum nema sjálfum sér um ósigur sinn og að við fáum að heyra langar og flóknar samsæriskenningar frá honum von bráðar. 

Ég vona samt hans vegna að ég hafi rangt fyrir mér.

 


mbl.is Hæðir og lægðir Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirspurn til Össurar

Í fréttinni stendur: „Össur tel­ur ekki benda til ann­ars en að stúlk­an sé fórn­ar­lamb í mál­inu, ekki glæpa­maður." Hvað bendir til þess? Hefur hann haldbærar sannanir fyrir þessarri skoðun sinni? Er það ekki svolítil karlremba að gefa sér að konur séu ekki fullfærar um að fremja glæpi af yfirlögðu ráði rétt eins og karlmenn?


mbl.is Stór hluti burðardýra eru ungar stúlkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir

Lesendur bíða spenntir eftir viðbrögðum Jóhannesar útskýrara á þessari frétt.


mbl.is Fóru að fyrirmælum flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drög að pólitísku sjálfsmorði

Hefur Stóra alþjóðlega samsærið, sem Sigmundur Davíð virðist trúa að beinist gegn honum, náð langt innfyrir raðir Framsóknarflokksins? Annað hvort eru allir að ljúga nema hann, eða hann er vandamálið. Ég held að flestir viti hvert svarið er. Með framkomu sinni gagnvart eigin flokksmönnum síðustu sólarhringana hefur Sigmundur Davíð lagt drög að pólitísku sjálfsmorði.  


mbl.is „Menn hafa haldið fram ósannindum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk fyndni

Þetta finnst mér það minnisstæðasta sem Davíð Þór og Steinn Ármann hafa lagt fram til íslenskrar fyndni. Svo finnst mér það líka alltaf svolítið fyndið að Davíð Þór skuli vera prestur.

 

 


mbl.is Henti gamla lífinu í ruslið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði

Formannsslagir eru merki þess að lýðræðið er að virka. Valdhafar, einnig lýðræðislega kosnir valdhafar, hafa tilhneigingu til að sitja of lengi á valdastóli. Stundum skapast sú stemmning að það séu svik við flokkinn að bjóða sig fram gegn þeim sem stjórna í augnablikinu. En sem betur fer er nóg af fólki í íslenskum stjórnmálum sem lætur slíkt tal ekki halda aftur af sér.


mbl.is Farið gegn formanninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lota 1

Umræðurnar voru hin besta skemmtun. Trump var Trump, en Hillary lét hann ekki vaða yfir sig. Mér fannst best þegar hún sagði að leyndarmálið um leyniáætlun Trumps gegn ISIS væri að hann væri ekki með neina áætlun. En hún mætti glotta aðeins minna. Hillary hefur persónutöfra á við gamlt rautt kælibox, en að náungi eins og Trump gæti hugsanlega orðið Forseti Bandaríkjanna er náttúrulega absúrd, en tilveran er auðvitað svolítið absúrd.

Donald og Hillary

 

 


mbl.is Clinton hafði betur samkvæmt CNN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fram, fram . . .

Sigmundur Davíð má eiga það að með þeirri ólgu sem hann hefur skapað með framkomu sinni--og viðbrögðum flokkssystkynna sinna--er Framsóknarflokkurinn allt í einu orðinn mest spennandi flokkur landsins.

Ég spái því að Lilja Dögg bjóði sig fram sem varaformann flokksins. Hún og Sigurður Ingi geta tengst tryggðarböndum og gert flokknum og þjóðinni gagn. 

Fram, fram, aldrei að víkja.
Fram, fram, bæði menn og fljóð.
Tengjumst tryggðarböndum,
tökum saman höndum,
stríðum, vinnum vorri þjóð.

 

Lilja Dögg og Sigurður Ingi

 


mbl.is Mikið í húfi fyrir ráðherrana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endatafl

Jæja, hér hefst endataflið.

"The end is in the beginning and yet you go on."

Samuel Beckett, Endgame


mbl.is „Aldrei, aldrei, aldrei“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband