Hvað er endurkomubann?

Er ég að skilja þetta rétt? Er endurkomubann, samkvæmt íslenskum lögum, ekki endurkomubann?


mbl.is Hælisleitendur koma á ný þrátt fyrir endurkomubann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er stefnubreyting stefnubreyting?

„Mitt verk­efni, þegar ég tók við flokkn­um, var að gera hann stjórn­tæk­an. Ef mér tekst ekki að gera það þá hef ég brugðist,” sagði Kristrún Frostadóttir í viðtali sem birt var 5. maí, 2023 á MBL.is. Sem sagt, Samfylkingin var ekki stjórntæk undir stjórn Loga Einarssonar að mati Kristrúnar. Logi getur sagt að ekki sé um stefnubreytingu að ræða hjá flokknum en það er erfitt að taka það alvarlega. Þeir sem geta ekki sætt sig við þessa breytingu geta annað hvort reynt að sannfæra sig um að stefnubreyting sé ekki stefnubreyting eða stigið til hliðar. Það er nokkuð ljóst að það er fólk innan flokksins sem er ósammála hægri-kratisma Kristrúnar en hún veit að ef flokkurinn vill komast í stjórn verður hann að skipta um stefnu. Áður en Kristrún tók við formennsku var Samfylkingin á hraðri leið að verða ónýtt vörumerki. Undir hennar forystu hefur það gjörbreyst. Í viðtalinu sem ég vitnaði í segir Kristrún að hún sé spennt fyrir samvinnu við Vinstri græna. Ég leyfi mér að efast um að hún sé á sömu skoðun í dag, þar sem fylgi Vinstri grænna hefur næstum því þurrkast út eins og allir vita.


mbl.is Logi sammála Kristrúnu um útlendingamálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2+2=4

Össur getur reynt að sannfæra sjálfan sig um að tveir plús tveir séu fimm, en auðvitað hefur Kristrún fært Samfylkinguna til hægri, þ.e.a.s. frá rammvillta vinstrinu til miðjunnar. Tími Össurar Skarphéðinssonar kom og fór. Þetta er tími Kristrúnar Frostadóttur.

Það verður spennandi að fylgjast með því hvort fylgi flokksins eykst eða minnkar í næstu skoðanankönnunum. Min grunar að það muni aukast. Hingað til hefur umræðu um flóttafólk verið haldið í gíslingu af félagasamtökum, fjölmiðlum, vinahópum og einstaklingum sem stimpla alla rasista sem vilja ræða þetta mál, hvort sem þeir eru í raun og veru rasistar eða bara venjulegir borgarar sem vilja ræða málið af skynsemi og raunsæi. En nú er eins og stífla hafi brostið eftir samtal Kristrúnar og Þórarins Hjartarsonar í Einni pælingu. Þetta er til góðs. Örþjóðina Ísland verður að skilja að þótt hún sé öll af vilja gerð, getur hún ekki bjargað heiminum. En hún getur gert sér og öðrum gagn. Til að gera gagn verður að hugsa málið til enda.


mbl.is Össur segir Kristrúnu ekki boða stefnubreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband