Framhaldssagan: Áttundi kapítuli
30.9.2013 | 05:58
Síđustu tónar Love Removal Machine dóu út í rykmettađri stofunni.
Heyrđu, Hökki, hvađ er í gangi međ ţessar konur sem leigja hjá ţér? sagđi Sveinki svín.
Hvađ er í gangi hvađ? svarađi Hökki hundur.
Ţú veist alveg hvađ ég er ađ tala um.
Nei.
Viđ getum gert ţettta đe hard vei, eđa đe ísí vei.
Ertu ađ hóta mér ofbeldi.
Ég er meira svona ađ lofa ţér ţví, nema ţú komir klín.
Ókei, fyrst ţú biđur svona fallega, sagđi Hökki og tók sígarettu úr sígarettuveski úr silfri, kveikti í henni og fékk sér smók. Ţrjár konur sem hafa leigt hjá mér hafa sakađ mig um kynferđislega áreitni.
Ég verđ ađ játa ađ ţetta kom mér á óvart. Ţú ert náttúrulega skepna, en einhvern veginn átti ég ekki von á ţessu.
Nei, ekki ég heldur.
Hvađ áttu viđ.
Fyrst veriđ er ađ ljúga upp á mig sökum, hefđi ég haldiđ ađ einhverju öđru en ţessu vćri logiđ upp á mig. Svo vćri líka hćgt ađ segja bara sannleikann. Ég meina ţađ er af nógu ađ taka.
Ći, Hökki, reyndu ekki ađ ţrćta. Ţađ er svo rosalega klisjukennt. Auđvitađ ertu sekur.
Ţađ er svolítiđ sem ţú veist ekki um mig.
Ég veit allt um ţig. Ég ţekki ţig og ţitt fólk.
Nákvćmlega. Ţú mannst eftir Stulla frćnda.
Sveinki svín svarađi ekki.
Jebb, sagđi Hökki.
Sveinki var enn orđlaus.
Ţú ert nú frekar lélegur rannsóknarlögreglumađur verđ ég ađ segja. Komm onn, var ţetta ekki obvíus? Kínverskur silkisloppur, rándýrir leđurinniskór, og sígarettur međ gylltum fílter.
Ég hélt bara ađ ţú vćrir svona mikill Oscar Wilde ađdáandi.
Sem var annađ risaklú.
Ekki endilega. Ég hélt bara ađ ţú vćrir svona flókinn persónuleiki.
Ég er ţađ auđvitađ. En alla vega, ef ég hefđi veriđ ađ áreyta einhvern kynferđislega ţá myndi ég frekar hafa leitađ á Tinna eđa Prins Valíant. Ţađ hef ég reyndar aldrei gert og ćtla mér ekki ađ gera úr ţessu. Ef ţú trúir mér ekki geturđu spurt ţá sjálfur.
Leigja ţeir hjá ţér?
Já, ţeir voru í húsnćđishraki. Ţađ er djöfulli erfitt ađ fá leigt í ţessari borg. Langar ţig ađ hitta ţá?
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.