Kapítalismi sem virkar
5.10.2013 | 23:26
Alltaf gaman að koma í Fjarðarkaup. Engir stælar, engin óþarfa þensla, ekkert hrun. Núna þegar fimm ár eru liðin frá bankahruninu og sagnfræðingar og aðrir eru að velta því fyrir sér hvað, eða hvort, Íslendingar hafa lært af hruninu, má ýmislegt læra af þeim viðskiptaháttum sem eigendur Fjarðarkaupa stunda. Þetta er kapítalismi sem virkar.
Góður andi í Fjarðarkaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst ,,kapítalismi" eiginlega of ljótt orð þegar Fjarðarkaup er annars vegar. Þarna eru hins vegar hin gömlu gildi í heiðri höfð. - Einkaframtak án græðgi.
Þórir Kjartansson, 6.10.2013 kl. 11:11
Takk kærlega fyrir athugasemdina, Þórir. Ég skil hvað þú átt við auðvitað.
Orðið ,,kapítalismi" er þrungið merkingu og það er í sjálfu sér nokkuð merkilegt að það sé orðið svo ljótt orð að Morgunblaðslesandi veigri sér við að nota það til að vísa til einkaframtaksins. Mér finnst gott að þetta kom fram í athugasemdinni frá þér.
Margt í kapítalismanum, eða markaðshyggjunni, svo maður noti samheiti, gengur ekki upp--eða, réttara sagt, gengur bara upp fyrir þá ríku. En ég var líka að gefa til kynna að kapítalisminn hefur sínar góðu hliðar, og það sé allt í lagi að viðurkenna það.
Íslensk orðabók, ritstýrt af Árna Böðvarssyni, skilgreinir orðið ,,kapítalismi" á eftirfarandi hátt: "auðvaldskerfi, þjóðfélagskerfi þar sem framleiðslutækin eru aðallega í eign einstaklinga og rekin með aðkeyptu vinnuafli með hagnað fyrir augum."
Einkaframtak án græðgi er möguleiki, en mér þykir mjög líklegt að eigendur Fjarðarkaupa hafi átt sér gróðavon. Græðgi er ekki góð, svo ég snúi útúr því sem Gordon Gekko sagði í myndinni Wall Street, en gróðavon er ekki endilega slæm.
Wilhelm Emilsson, 6.10.2013 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.