Forgangsröðun

Ómar Ragnarsson er handtekinn fyrir að reyna að vernda íslenska náttúru. Stuttu áður birtast fréttir um grímuklædda menn sem ráðast inn á heimili og misþyrma vitni í sakamáli. Samkvæmt Mbl.is "herja" þessir grímuklæddu menn á önnur vitni í málinu. Er ef til vill kominn tími til að endurhugsa forgangsröðun hjá lögreglunni?

Ef lögreglan telur að fólk hafi brotið af sér á það fólk á hættu að vera handtekið. Þetta vissi Ómar Ragnarsson væntanlega. En hverjir eru meiri ógn við lýðveldið, maðurinn sem söng „Ég er að baka" og bjó til Stikluþættina, eða grímuklæddir menn sem ógna og misþyrma vitnum?


mbl.is Vísað aftur af vinnusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband