Spurning

Hvað gerist ef barn vill ekki klæðast skólabúningi?
mbl.is Skólafötin bæta andann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef barnið getur ekki sætt sig við þær reglur sem gilda í viðkomandi skóla, þá hefur það frekar lítið í þann skóla gera og foreldrar barnsins ættu þá að finna einhvern annan skóla sem barnið gæti sætt sig við  

Sumarliði (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 23:30

2 identicon

Þetta á löngu að vera komið í grunnskólana.

Og svar við spurningu þinni:

Ef skylda er að vera í skólabúning, þá gildir sama og það er skylda að mæta í skólann (grunnskóla)

Og þar af leiðir að foreldrar eru ábyrgir.

Nokkuð sem margir foreldrar mættu taka alvarlegra !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 23:31

3 identicon

Börn sem myndu vera í skólabúningum frá 6 ára bekk. myndu ekki þekkja annað.

Þau myndu aldrei neita að vera í búning.

En ef svo ólíklega vildi til að það kæmi upp, þá gildir svar Sumarliða 100 %

Heimir K (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 23:52

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

Er ekki tjáningarfrelsi í landinu?

Hvernig stendur á að það er alltaf hægt að traðka á mannréttindum barna í nafni þess að vernda þau og þá helst fyrir sjálfu sér.

Og það er rétt, 6 ára börn hlýða, þau myndu líka hlýða ef þeim væri skipað að klæða sig í gaddavír.

Teitur Haraldsson, 26.10.2013 kl. 02:12

5 identicon

Það má ekki gagnrýna Hjallastefnuna. Þetta er ósnertanleg og fullkomin stefna. Amen.

Jóhannes G (IP-tala skráð) 26.10.2013 kl. 02:32

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir hressilega innlegg, gott fólk.

Wilhelm Emilsson, 26.10.2013 kl. 06:04

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

. . . hressileg innlegg, vildi ég sagt hafa!

Wilhelm Emilsson, 26.10.2013 kl. 06:06

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvad gerist ef barn vill ekki borda matinn sinn?

Finnst alveg sjalfsagt ad born klaedist skolabuningum og hefdi matt koma mikid fyrr og vidar. Thad er ekki verid ad tradka a neinum rettindum barna, tho thau seu skikkud til ad klaedast skolabuningum. Allt tal um slikt er bara rugl.

Halldór Egill Guðnason, 26.10.2013 kl. 07:00

9 identicon

Þegar ég var í gagnfræðaskóla var það þannig að börn efnaminni foreldrana vorum lögð í einelti, nánast öll, fyrir að geta ekki klæðst réttu vörumerkjunum, eins og Levis gallabuxum. Klæðnaður var ótrúlega mikilvægur. Sumir bestu námsmannanna duttu út úr skóla út af því eineltið bugaði þá og þeir slepptu því frekar að fara í menntó en upplifa meira einelti. Skólabúningar hefðu líka styrkjandi áhrif á stúlkur og myndu minnka líkurnar á þær deyji úr átröskun, því búningurinn dregur úr áherslu á útlit.

2 cents (IP-tala skráð) 26.10.2013 kl. 19:30

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Halldór, já hvað gerist ef barn vill ekki borða matinn sinn? Neyðirðu barnið til að borða matinn?

Wilhelm Emilsson, 26.10.2013 kl. 22:50

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

2 cents, þetta virkar þú aðeins ýkt hjá þér, verð ég að játa, en ég veit hvað þú ert að meina.

Wilhelm Emilsson, 26.10.2013 kl. 22:51

12 identicon

Þetta eru engar ýkjur hjá 2cents. Ég lenti í akkurat þessu. Þurfti að hífa mig upp rígfullorðin til að treysta mér aftur í nám. Maður var barinn og laminn fyrir að vera hallærislegur til fara, enda barn einstæðs öreiga. Það var nú það alvarlegt.

Guðrún (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 02:19

13 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Guðrún.

Wilhelm Emilsson, 27.10.2013 kl. 03:33

14 identicon

Ef þú átt ekki flotta skó. (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 05:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband