Vondir eru ekki vondir
28.10.2013 | 20:40
Þetta er merkilegt átak og það er um að gera að rannsaka einelti frá sem flestum sjónarhornum, en að gera alla að fórnarlömbum, gerendur jafn sem þolendur eineltis, er varhugavert og órökrétt, að mínu mati.
Í greininni stendur: Börn sem leggja aðra í einelti eru ekki vond, en þau þurfa hjálp við að uppræta neikvæða hegðun." Hvers vegna má ekki segja að börn sem leggja önnur börn í einelti séu vond? Væri ekki réttara að segja að börnin þurfi hjálp við að hætta að vera vond? Við erum það sem við gerum. Einstaklingur sem drekkur of mikið er alkóhólisti. Að segja: Fólk sem drekkur of mikið er ekki drykkjufólk, en það þarf hjálp við að uppræta neikvæða hegðun" er rökleysa. Til þess að geta breytt hegðun sinni verður fólk, börn jafnt sem fullorðnir, að horfast í augu við raunveruleikann.
Gerendur eineltis þurfa líka hjálp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér. Það er miklu frekar verið að gera lítið úr þeirri illsku sem þessir aðilar sýna með þessu rugli. Ég get samt ekki neitað því að kannski þurfa þessi börn hjálp, oft er það þannig að þeim líður illa og láta það bitna á öðrum.
Mofi, 29.10.2013 kl. 08:44
Takk fyrir að droppa við, Mofi. Til þess að stöðva einelti þarf að hjálpa þeim sem leggja aðra í einelti að skilja hvað þeir gera öðrum og skilja hvers vegna þeir gera það.
Wilhelm Emilsson, 29.10.2013 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.