Björt framtíð?
30.10.2013 | 17:27
Það er mikið til í þessu hjá Styrmi. Það má bæta því við að það þarf sterk bein til að vera í pólitík, eins og allir vita. Margaret Thatcher sagði: Það gleður mig alltaf mjög mikið þegar árás er sérstaklega særandi, því þá hugsa ég með sjálfri mér, Jæja, fyrst ráðist er gegn mér persónulega sýnir það að andstæðingar mínir eiga engin pólitísk rök eftir." Mig grunar að Jón Gnarr hafi einfaldlega ekki þá hörku, baráttugleði og ófyrirleitni sem atvinnustjórnmálamenn þurfa að búa yfir.
Jón Gnarr höfðaði til fólks vegna þess að hann er andsvar við hefðbundinni pólitík. Hann hefur lagt sitt af mörkum og ólíkt hefðbundnum stjórnmálamönnum veit hann hvenær hann á að hætta. Nú er komið að fólki sem er ósátt við hefðbunda pólitík að gera eitthvað í stað þess að sitja bara heima og nöldra.
Gjörbreytt staða í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Nú er komið að fólki sem er ósátt við hefðbunda pólitík að gera eitthvað í stað þess að sitja bara heima og nöldra. "
Nákvæmlega..
hilmar jónsson, 30.10.2013 kl. 20:16
:)
Wilhelm Emilsson, 31.10.2013 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.